Hlín - 01.01.1956, Síða 147
Sitt af hverju.
íslensk kona i Þýskalandi skrifar hanstið 1955:
Jeg ætlaði fyrir löngu að stinga niður penna og skrifa þjer
nokkrar lfnur, en hjer hefur verið sú blessuð veðurblíða og sólskin
í alt sumar, að hver stund, sem til hefur fallist, liefur farið í að
sleikja sólskinið sjer til heilsubótar og að fara í sjóböðin, sem er
svo auðvelt að tpi til lijer út með öllum Kielarfirðinum. — Þau eru
sótt af tugum þúsunda á degi liverjum. — Yngri synir mínir eru
öllum frístundum f sundi og að busla í volgum sjónum. — í sum-
arleyfinu voru þeir á eyjunni Sylt, og er það reynsla okkar frá
fyrri árum, að það sje hin besta heilsubót fyrir þá að dvelja þessar
vikur þarna við Atlantshafið í hreinu og hressandi sjávarloftinu.
Einn af ótalmörgum kostum, sem þið búið við heima á Fróni,
er hreina og hressandi fjalla- og sjávarloftið. — Hjer verður maður
oft að ferðast langar leiðir til þess að verða þess aðnjótandi.
Já, ef farið væri út f þá sálma að gera samanburð, þá er það
æði margt, sem við hjer verðum að gera okkur að góðu, en sem
þið njótið f ríkum mæli. Til dæmis heilnæma uppsprettuvatnið,
sem nær ailsstaðar fæst heima. Hjer jrarf oft að hreinsa vatnið
með klór, til þess að það sje hættulaust til neyslu. — Oft eru ár og
vötn svo spilt af allskonar úrgangsefnum að fiskunum er varla líft
Jjar lengur. Varla eru Jreir hoilir til manneldis, fiskarnir þeir!
En Jrað er fleira, sem ekki er sambærilegt, t. d. grænmetið. —
Það, sem við ræktuðum heima á íslandi, smakkaðist okkur miklu
betur en [>að sem við ræktum hjer. Sama er að segja um íslenska
kjötið, það er miklu bragðmeira og ljúffengara en Jjað sem hjer
er fáanlegt. — Enda er Jietta ofur eðlilegt, kjarngóða íslenska grasið
og ilmandi hcyið á ekkert skilt við Jjað, sem hjer er kallað hey.
í fyrra fengum við sendar rjúpur að heiman í jólamatinn. —
1 sarpinum var ilmandi lauf og lyng, sprottið á íslandi, en alt í
einu komið suður til Þýskalands. — Ilmurinn úr sarpinum var
hreinasta unun, við lyktuðum til skiftis. — Þegar svo farið var
að gæða sjer á rjúpunum vorum við öll á einu máli um það, að
bragðið af ketinu væri það sama og ilmurinn af fóðrinu, sem fugl-
inn liefði tínt í sarpinn sinn, og Jrá skildum við um leið hvers-
vegna íslenska lambaketið er slíkt lostæti.
10