Hlín - 01.01.1956, Page 160
158
Hlín
Sameiniiðu Þjóðirnar
Meðlimaríki S. I>. eru alls 76 á þessu ári.
Fjárlög S. Þ. fyrir árið 1956 eru um 800 milljónir doll-
ara. — ísland greiðir lágmarks framlag, 0,04 af hundraði,
eða um 15.000 dollara. — Ekki ætti þetta ríða fjárihag ís-
lands að fullu. — Það kostar altaf eitthvað að vilja vera
maður með mönnum. — Ef til vill er þetta hið ódýrasta
tákn fullveldis íslands.
Árskostnaður iS. Þ. er 48i4 milljón dollara.
Jeg var að koma af lokafundi þingsins (20. des. 1955).
Síðustu mínútur þingsins voru helgaðar bæn. — Marg-
víslegar bænir ihafa komið fram í liugum hinna 760 þing-
fulltrúa. — Mín bæn og mínar óskir beindust heim til ís-
lensku þjóðarinnar. — Megi hið komandi ár færa yður
öllum frið, farsæld og hamingju! — Thor Thors.
Leiðrjetting: Hannes Davíðsson, bóndi, d Hofi i Hörgárdal, skrif-
ar veturinn 1955: „í „Hlín“ 37. árg. eru Æskuminningar eftir
J. S. J. (bls. 127—130). Á bls. 128 stendur um heimsókn að Stóra-
Núpi: „Móðir síra Valdemars lá þá rúmföst, mjög gömul orðin
o. s. frv.“. — Móðir síra Valdemars, og ko'na Ólafs Briem á Grund
í Eyjafirði, var Dómhildur Þorsteinsdóttir frá Stokkahlöðum. Hún
andaðist 25. maí 1858. —
Gamla konan á Stóra-Núpi 1899 mun liafa verið Þóra Ólafsdótt-
ir, sem dvaldist lengi á Stóra-Núpi og dó þar, en um hana er skráð-
ur þáttur 1 „Blöndu", ef jeg man rjett.
Hannes.