Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 7
Adrepur
að vel athuguðu máli. Mætti t. d. byrja á því að stuðla að örari endurnýjun
innan félagsráðs. Útgáfustefna síðustu ára ætti að færa mönnum heim sanninn
um einlægan vilja til þess að ganga til móts við nýjan og ungan lesendahóp.
Þ. H.
Vesöl sú þjóð
Nú á þessum haustkvöldum, meðan verkfall opinberra starfsmanna stendur sem
hæst og afleiðingar þess eru enn ófyrirséðar, tvennar kosningar framundan,
margvísleg ný þjóðmálatákn á næsta leiti, spyrja margir sig hvenær öll þessi
kynstur af stjórnmálalegri heimsku sem einkenna þetta ríki taki enda.
Erum við að detta ofan í skuldagildru Alþjóðabankans og glata efnahagslegu
forræði okkar? Er verðbólgan búin að ganga af allri skynsamlegri og hagrænni
hugsun í landinu dauðri? Hvernig stendur á þeirri pólitísku úrkynjun að eng-
inn íslenskur stjórnmálaflokkur á ráð til að glíma við þá víðtæku pólitísku
kreppu sem greinilega er komin hér á landi? Ekki þar með sagt að þeir séu allir
jafn úrræðasnauðir, en þó er enginn þeirra megnugur að veita almenningi leið-
sögn út úr myrkviði verðbólgunnar. Vissulega er viljaþrek þeirra mismikið, og
sumir þeirra hafa aldrei haft það yfirlýsta markmið að leiðbeina almenningi.
Aðrir flokkar hafa margítrekað þennan ásetning sinn en megna þó ekki að móta
skýra og auðskilda stefnu.
Stjórnmálaleg skipan þjóðarinnar samsvarar ekki þeim kröfum sem gerðar
eru til hennar. Sérhver þjóð verður á hverjum tíma að mynda með sér þau
samtök sem ráðið geta við aðsteðjandi vandamál og eftir því sem vandinn
verður risavaxnari, því fremur þarf þjóðin að vanda sig.
Hér hlýtur verkalýðshreyfingin að skoða vendilega sinn hlut, því hennar
ábyrgð er stærst.
Verum minnug þess sem sagan kennir okkur, að stjórnleysi og glundroði
hafa alltaf reynst afdrifarík, hafi þjóðirnar ekki verið þess megnugar að ráða
við slíkt sjálfar hafa erlend ríki gripið inn í atburðarásina.
Við þekkjum þetta frá árdögum íslenskrar sögu — aðrar þjóðir hafa flestar
svipaða reynslu, reynslu sem varð þeim flestum dýrkeypt.
Efnahagsmálin, og þá einkum verðbólgan, er farin að varða líf eða endalok
þjóðarinnar. Takist ekki að snúa undanhaldi í sókn, verðbólgu í verðhjöðnun,
kjararýrnun í kjarabót, rányrkju í verndun, siðleysi í siðbót, þá er siðferðislegum
grundvelli okkar sem frjálsrar þjóðar lokið.
En hugsanlega eru þessar vangaveltur út í hött, ekki er hægt að treysta þjóð-
inni lengur heldur verður að setja traust sitt allt á stéttir innan þjóðarinnar.
229