Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 163
Lenínisminn og verkalýðshreyfing vesturlanda
ar. Stéttarbarátta öreiganna var þannig
jafnframt hluti hinnar borgaralegu bylt-
ingar, reyndar í tvennum skilningi: í
fyrsta lagi flýtti hún fyrir þróun auð-
skipulagsins sem var nauðsynleg for-
senda fyrir byitingu öreiganna, og í öðru
lagi hagnýtti hún kapítalískar þjóðfélags-
stofnanir til að knýja fram bætt lífskjör
innan ramma borgaralegs samfélags. Þessi
tvíbenta afstaða gagnvart borgaralegri
þróun einkenndi hina marxísku verka-
lýðshreyfingu. Að vísu náði samsinnandi
þátturinn yfirhöndinni er hin skjóta út-
breiðsla kapítalismans leiddi til tíma-
bundins stöðugleika í samfélaginu og
slævði byltingarsinnaða broddinn í
stéttarbaráttu öreiganna.
Þegar hreyfing rússneskra sósíalista
kom fram á sjónarsviðið hafði verka-
lýðshreyfing V.-Evrópu þegar glatað
byltingareldmóði sínum. Þótt hún hefði
játast sósíalískri hugmyndafræði, tak-
markaðist starfsemi hennar við þær fé-
lagslegu umbætur sem mögulegar voru
innan ramma auðvaldsskipulagsins, auk
þess sem hún varði hagsmuni verkalýðs-
ins á vinnumarkaðnum. Arangur þessa
starfs ól á vaxandi grillum um friðsam-
lega breytingu auðvaldsþjóðfélagsins í
sósíalískt þjóðskipulag, sem gerast
skyldi innan ramma þingræðislegs lýð-
ræðis. Þessi umskipti birmst hugmynda-
fræðilega í kenningum sósíaldemókrat-
ískrar endurskoðunarstefnu og í reynd
í hinni hreinræktuðu „ökonómísku"
verkalýðshreyfingu. A tímabili varð
sýndarbarátta marxískra bókstafsmanna
gegn endurskoðunarstefnunni, sem
reyndar gat aðeins Iokið með sigri hins
endurskoðunarsinnaða starfs, til að dylja
þessa þróun með hugmyndafræði.
Sjálfkveeði og skipulag
Takmarkaðan bvltingaráhuga verkalýðs-
ins var hægt að útskýra á ýmsa vegu.
Almennt séð var það samfélagsleg staða
verkamannsins, umfang arðránsins og
uppeldiseinokun borgaralegra stofnana,
sem takmörkuð stéttarvitund var rakin
til. Oft var því hreinlega neitað að
verkalýðurinn væri þess megnugur að
finna sjálfur leiðir og aðferðir til eigin
frelsunar. Karl Kautsky taldi t. d. að
hugmynd sósíalismans væri ekki komin
frá verkalýðnum, heldur mynduð af
borgaralegum menntamönnum. Þessu
var Lenín innilega sammála er hann
sagði að hinn almenni verkamaður gæti
aðeins tileinkað sér faglega vitund, en
ekki þróað með sér byltingarfræði, sem
væri forsenda sérhverrar byltingarhreyf-
ingar. Þessi kenningasmíð væri verk-
efni byltingarhugsuðanna og þeirra
skipulagsstofnana sem þeir mynduðu.
Marx þótti það sjálfsagt mál að sósí-
alisminn væri ekki forréttindi verka-
lýðsins, heldur gæti fólk úr öðrum stétt-
um orðið sósíalistar í krafti þekkingar
eða af mannúðlegum ástæðum og tekið
sér stöðu við hlið verkalýðsins. Liðhlaup
borgaranna til öreiganna er á sama hátt
mögulegt og borgaraleg forpokun öreig-
anna. Það breytir þó engu um samfé-
lagslega stétttaskiptingu og stéttabarátt-
una sem hreyfiafl samfélagslegrar þró-
unar. Og fræðikenning sósíalismans
verður að efnislegu valdi, þegar hún
nær tökum á fjöldanum. Verkalýðurinn
verður sjálfur að raungera sósíalismann,
og Marx efaðist ekki um að með nútíma
iðnvæðingu og kapítalískum vinnuskil-
yrðum myndi verkalýðurinn þróast til
byltingarsinnaðrar stéttar.
Kapítalisminn reyndist þó lífseigari
en Marx hafði búist við. Og þegar ekki
kemur fram þjóðfélagsleg nauðsyn á
byltingaraðgerðum, týnist mótsetningin
milli auðmagns og launavinnu í spurn-
2 5 tmm
385