Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 176
Tímarit Máls og menningar
fá vörur sínar, þar sem það hafði ekki
upp á neitt að bjóða í skiptum. Innan-
ríkisstefna bolsévika ákvarðaðist af
stöðu þeirra gagnvart bændum. Þeim
var einungis hægt að halda ánægðum á
kostnað verkalýðsins, og hagsmuni
verkamanna var aðeins hægt að tryggja
á kostnað bænda. Til að halda völdum
hygluðu bolsévikar stéttunum á víxl, og
þeir gerðu sig að lokum óháða þeim
báðum með því að byggja upp allsráð-
andi ríkisbákn, sem drottnaði yfir öllu
samfélaginu.
Venjulega er borgarastyrjöldin gerð
ábyrg fyrir alræði bolsévika. Það er rétt,
en hitt ekki síður, að borgarastríðið
tryggði bolsévikum ríkisvaldið. Fyrsta
stofnunin, sem byggð var upp við hlið
flokksins, var Tscbekan (leyniþjónust-
an), en hún hafði það hlutverk að berj-
ast gegn gagnbyltingunni í öllum henn-
ar birtingarformum. Rauði herinn kom
í stað „vopnaðra verkamanna“, og í
hernum kom hefðbundinn agi í stað
hermannaráða. Rauði herinn barðist
gegn innri og ytri óvinum og þarfnað-
ist sérfræðinga, þ. e. þeirra yfirmanna
keisarahersins, sem buðu bolsévikum að-
stoð sína. Alit stjórnarinnar óx við sigra
hersins. Hver sem afstaða bænda og
verkamanna var að öðru leyti, voru þeir
neyddir til að styðja bolsévika í borg-
arastríðinu, því að afturhvarf til fyrri
stjórnar hefði aðeins getað skaðað þá.
Bændurnir vörðu nýfengnar eignir, en
mensévikar, þjóðbyltingarmenn og anar-
kistar börðust hreinlega fyrir lífi sínu.
Erlend íhlutun í borgarastyrjöldina setti
þjóðernislegan blæ á hana og gaf ríkis-
stjórninni tækifæri til að heyja stríðið í
nafni föðurlandsins.
Þegar borgarastríðinu lauk, dró það
ekki úr alræði bolsévika, heldur jókst
það enn og beindist nú auk þess alger-
lega gegn hinni áður „löghlýðnu and-
stöðu“. Strax í mars 1919 voru þær
raddir háværar á flokksþingi bolsévika,
sem kröfðust þess að allir andstöðu-
flokkar yrðu brotnir á bak aftur. Þó var
flokkurinn ekki reiðubúinn til þess fyrr
en 1921 að útiloka alla óháða stjórn-
málaflokka og andstöðuhópa í eigin
flokki. Sigursælar lyktir borgarastríðsins
höfðu gefið andstöðunni tækifæri til að
ráðast á alræði flokksins, sem hún var
ekki lengur reiðubúin til að umbera.
Bændur kröfðust þess, að afnuminn yrði
sá stríðsskattur, sem bolsévikar höfðu
neyðst til að koma á með valdboði.
Verkamennirnir mótmæltu slæmum
kjörum og vinnuhörku í verksmiðjun-
um. Alda verkfalla og mótmælaaðgerða
náði hápunkti sínum i uppreisninni í
Kronstadt.
Uppreisnirnar beindust ekki gegn
ráðafyrirkomulaginu, heldur alræði bol-
sévikaflokksins. Ríkisstjórnin var sótt
til ábyrgðar fyrir allt það sem miður
fór í kjörum manna, en ekki var lengur
hægt að hafa áhrif á stjórnina í gegn-
um ráðin. Til þess að hægt væri að nýta
þau lýðræðislega, varð að binda endi á
einokun bolsévika á ríkisstjórninni.
Krafan um „frjáls ráð“ merkti ráð sem
væru frjáls undan forsjá bolsévika, en
það gat í raun aðeins merkt: ráð án
bolsévika. Krafan fól í sér pólitískt
frelsi fyrir öil samtök og alla strauma,
sem tekið höfðu þátt í rússnesku bylt-
ingunni, sem sé einnig fyrir fylgismenn
borgaralegs lýðræðis, sem vildu halda
sér innan ramma kapítalismans. I smttu
máli: uppreisnarmennirnir kröfðust aft-
urhvarfs til þess ástands, sem ríkti fyrir
valdatöku bolsévika, þ. e. a. s. þeir kröfð-
ust þess að bylting bolsévika yrði tekin
afmr.
Það var óhjákvæmilegt að uppreisnin
398