Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 115
Skólar og skilningur
Með grönnum lestri skýrist líkan þetta sjálft, en þó er rétt að leggja
áherslu á fáein atriði.
Sjálft orðið „borgaralegur" er ekki notað hér í þeirri einhliða neikvæðu
merkingu sem smndum sést í blöðum vinstri manna, heldur um allan
þorra íbúa í samneyslu-þjóðfélögum eins og hinum norrænu. Þarna er
sem sagt ekki um að ræða líkan af skilningi valdastéttar í austrænum
eða vestrænum einræðisríkjum heldur algengan skilning flestra stétta í
vestrænum velferðarþjóðfélögum. Mætti e.t.v. orða það svo að líkanið
reyndi að lýsa því hvernig borgarar í þessum ríkjum líta á stöðu sína í
samfélaginu, eða stöðu sína með tilliti til samfélagsins.
Mikilvægasta atriði líkansins er reitaskiptingin. Rík tilhneiging er til
að marka hverjum þætti tilverunnar ákveðinn reit, og draga milli reit-
anna bannhelgar línur. Þannig verður staður fyrir hvern hlut og hver
hlutur (vonandi) á sínum stað. Tilfinningalíf okkar á sér einn reit, at-
vinnan annan, stjórnmál hinn þriðja. Alþekktar eru setningar eins og
„Æ, fariði nú ekki að tala um pólitík við matborðið!“
Þó verður einnig að gæta þess, að bannhelgin er í ákveðnum tilfellum
rofin, og vissar aðstæður sýnast hafa frávik í för með sér. List á vinnu-
stöðum er t. d. leyfileg innan vissra marka (sbr. myndir Kjarvals og
Schevings af vinnandi fólki í bönkum hér í Rvík; eða þá notkun slæv-
andi tónlistar á sumum vinnustöðum). Eins mætti benda á afskipti ríkis-
valdsins af húsnæðismálum Islendinga: Húsnæðismálastofnun leyfist að
setja reglur um stærð íbúða, þótt slík ákvörðun virðist eiga heima í öðr-
um reit.
Flestar reglur líkansins virðast þó í heiðri hafðar í íslensku samfélagi.
Dagheimilisplássum fœkkaði á síðasta ári í Reykjavík, enda er heimilið
hinn rétti vettvangur uppeldisins. Þar um breytir engu þótt ASI leyfi sér
að draga þessi mál inn í samninga við atvinnurekendur, það er bara til
marks um brenglað gildismat kommanna. — Þá mætti einnig minna
á saltfiskbændur sem höfðu stór orð um þá fásinnu að við skyldum vera
að abbast upp á utanríkisstefnu Portúgala hér á árunum, einmitt þegar
mest lá við að þeir keyptu fisk af okkur. Saltfisk og stjórnmál mátti ekki
tengja, það var sama og að rugla saman reitunum í skipulaginu.
Þótt benda megi á ýmis dæmi þess að reglur líkansins séu brotnar í
umhverfi okkar — og að það geti átt misvel við eftir tímabilum sög-
unnar — þá virðist mér með öllu óhætt að nota það til að reyna að gera
sér grein fyrir hvernig íslensk borgarastétt lítur á hlutverk skólanna.
22 TMM
337