Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar
sem bæði svipar til og er í grundvallaratriðum frábrugðin einni af síðustu
smásögum Heinesens, „Rosenmeyer“, sem birtist í Vortcellinger fra Thors-
havn. Samanburður þessara tveggja smásagna sýnir andstæður í smá-
sagnagerð Heinesens á þessu tímabili. Sögutími beggja er um aldamótin
og aðalpersóna í báðum sögum er sérvitringur bæjarins, ofurlítið einkenni-
legur, kyrrlátur einstæðingur. I „Leonard og Leonora“ er athygli beint að
hlutskipti þessarar persónu, þ. e. ástæðunni fyrir einstæðingsskap hennar,
en „Rosenmeyer“ lýsir einkum hvernig barnið skynjar þennan mann, dáir
hann og óttast í senn sem yfirnáttúrlega veru, hvernig það kemst að raun
um hver hann er í raun og veru.
Hápunktur sögunnar „Leonard og Leonora“ er lýsing á grímuballi sem
helsti auðmaður þess tíma boðar til, hesti sínum til heiðurs. Heiðursgest-
urinn er skreyttur laufum og karlakór styttir honum stundir. Lýsing svo
skrípislegra hátíðahalda er dæmigerð fyrir það hvernig borgarastéttin birt-
ist í sögum Heinesens, en að þessu sinni er hátíðleikanum raskað þegar
einn af hinum tignu veislugestum varpar sér út í svitastokkinn sólódans.
Er þetta „dýrlegt grín“ eða er þetta hneyksli?
Smásagan birtir mynd af þörf ríkjandi stéttar fyrir íburð og sýndar-
mennsku og sýnir hvernig lægra settir gjalda fyrir það. Zimsen konsúll,
sem stundar blómlegan verslunarrekstur, hefur sjálfur verið á kvennafari
meðal lægri stéttanna en bannar samdrátt dóttur sinnar og hins gæflynda
Leonards sem konsúllinn hefur góð tök á þar sem Leonard vinnur hjá
honum.
Þessi saga óhamingjusamrar ástar er einnig saga um einmanaleika
Leonards. Luktarmaðurinn er sögumaður, hann hefur einhvers konar goð-
sögulega stöðu innan sögunnar og um hann er sagt að hann viti allt. Sá
skilningur kemur hins vegar ekki alls kostar heim þegar á líður söguna.
Þegar Luktarmaðurinn ætlar að segja frá sögulokunum fellur hann andar-
tak
... í stafi og situr og starir fram fyrir sig því einkennilega, fjarræna augna-
ráði sem gamalt fólk hefur þegar það horfir aftur í geymslukompur liðins
tíma þar sem hlutirnir liggja enn allir í óreiðu en eru samt komnir óaftur-
kræft á sinn stað.
Yfirsýn luktarmannsins yfir veruleikann er takmörkuð þrátt fyrir allt, og
eigin aðild að þessum atburðum er honum aðeins ljós að hluta. Hann
heldur að hann hafi gegnt einhvers konar guðshlutverki þegar hann kom
í veg fyrir að Leonard svipti sig lífi, og hann segir að lokum:
260