Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar hafi blótveislur farið fram í heimahúsum, og þá í drykkjuskála eða öðru stóru húsi sem annars hafi verið dvalarstaður heimafólks.3 Engin ótvíræð hoftóft hefur enn fundist hér á landi, en Olsen hallast að því að hin fræga tóft á Hofstöðum í Mývatnssveit sé skálatóft af því tagi sem getið er hér á undan. Kristján Eldjárn segir í Sögu Islands I 111: „Á hinn bóginn mun mega treysta því að fornmenn hafi haft sérstaka samkomustaði til trúariðkana og nefnt þá hof.“ Og honum þykir líklegt að nefnd tóft á Hofstöðum sé hofrúst, „þangað til annað fullreynist að vera sannara...“. I bók sinni viðurkennir Olsen að Adam úr Brimum muni segja satt um heiðið guðshús (templum) í Uppsölum á sínum dögum (á síðara helmingi elleftu aldar), en vill heldur kalla það hörg en hof, því að sums staðar hafi verið gjörð hús yfir goðaiíkneskjur á helgistöðum úti í náttúrunni. I grein sem hann hefur skrifað síðar (1969)4 í tilefni af merkilegum fornleifafundi á hinum forna helgistað heið- inna manna á Mæri í Þrándheimi (samkv. konungasögum) hefur hann játað að þar kunni að hafa verið samskonar guðshús á undan kirkjunni. Um orðin hörg og hof í Völuspá og nokkrum öðrum Eddukvæðum segir Olaf Olsen að þar sé um að ræða bústaði goða og því engin furða þótt þeir hafi verið taldir hátimbraðir, en af því leiði ekki að þvílíkar byggingar hafi verið til í mannheimum. Nú er orðið hof germanskt og þýðir á fornsaxnesku og fornháþýsku bóndabær, garður og höll, og á fornensku girtur reitur, bústaður, musteri. Síðast talda merkingin kemur heim við notkun orðsins í fornum nor- rænum þýðingum úr latínu í merkingunni heiðinn helgidómur. I kapítulanum Lúkas í Sonatorreki leggur Halldór út af vísuorðun- um: skal eg þó glaður / með góðan vilja / og óhryggur / heljar bíða (lokaorð kvæðisins). Honum þykir „lært orðafar, og þó einkum listræn heild kvæðisins“ girða fyrir að það hafi getað varðveist í átta eða níu kynslóðir óskrifað, þ. e. frá því það á að hafa verið ort samkvæmt sög- unni og þangað til Egilssaga er skrifuð. En að þessu sinni eru það orð- in „með góðan vilja“ sem hann ræðir sérstaklega og kemur þá í ljós að hann hefur ekki að ófyrirsynju lesið guðspjöllin á latínu og er kunn- 3 Þetta er raunar skýring Fritzners í orðabók sinni: særligen: Gaard hvori holdtes blotveizla til en eller flere guders ære... 4 Norwegian Archaeological Review, vol. 2, bls. 27. 282
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.