Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 75
Shakespeare á meðal vor
tón, og er tvíræð; önnur merkingin er hæðin, og hin grimmileg. Eða tök-
um smá-lexíu í stjórnmála-hentistefnu, sem gæti verið fyrirmynd raun-
verulegs háðleiks. Svona fer Shakespeare að:
HAMLET:
Sjáið þér þetta ský? það er næstum eins og úlfaldi í laginu.
PÓLONÍUS:
Seisei já, það er einsog úlfaldi, reyndar.
HAMLET:
Mér sýnist það einsog hreysiköttur.
PÓLONÍUS:
A bakið einsog hreysiköttur.
HAMLET:
Eða einsog hvalur?
PÓLONÍUS:
Rétt einsog hvalur.
(111,2)
III
Hamlet er eins og svöppur. Sé hann ekki sýndur með stíluðum eða fyrnsk-
um hætti, þá sýgur hann óðara í sig öll málefni vorra tíma. Hann er furðu-
legasta leikrit sem samið hefur verið; einmitt vegna þess sem því er áfátt.
Hamlet er mikill leikvettvangur, þar sem hver persóna fær meira eða
minna dapurlegt hluuærk og hrottalegt, og stórbrotin orð á tungu. Hver
persóna hefur óvægri kvöð að gegna, kvöð sem höfundurinn hefur á lagt.
Sjálf leikgerðin er óháð persónunum; hún var áður til komin. Hún markar
kjör og sifjar persónanna innbyrðis, leggur þeim orð í munn og segir þeim
fyrir um látbragð. En hún lætur ósagt hverjar persónurnar eru. Eitthvað
er það, sem þær taka með sér inn í leikinn. Og það er af því sem það
kemur, að unnt er að sýna í leikritinu Hamlet ýmsar manntegundir.
Leikari tekur jafnan við tilbúnu hlutverki, sem ekki var samið einvörð-
ungu handa honum. Að þessu leyti er Hamlet vitaskuld ekki frábrugðinn
öðrum leikritum. A fyrstu æfingu sitja leikararnir við borð. „Þú verður
kóngurinn“ - segir leikstjórinn - „Þú verður Ofelía, og þú verður Laertes.
Nú lesum við leikritið“. Þá er það komið í kring. En í leiknum sjálfum
gerist eitthvað svipað. Hamlet, Laertes, Ofelía, þau verða einnig að leika
hlutverk sem þeim eru fengin, hlutverk sem þau rísa gegn. Þau eru leik-
arar í sjónleik sem þau skilja ekki alltaf til hlítar, en hafa dregizt inn í.
297