Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 105
Blaðaskrif um áróður í skólum
Ritstjórar Morgunblaðsins brugðu við hart og hafa skrifað hverja for-
ystugreinina á fætur annarri í Morgunblaðið um pólitískan áróður vinstri-
sinnaðra kennara í skólum (3, 5, 6, 15 og 16), þar sem ritstjórarnir ýmist
krefjast eða hvetja til aðgerða yfirvalda og foreldra gegn kennurunum.
Síðar hafa fleiri kennarar (einkum 7, 10, 11 og 17) og kennarasamtök
(13) dregist inn í þessar umræður. Blaðaskrifin gefa til kynna harkalegan
árekstur milli skólalöggjafar landsins og viðhorfa þeirra þjóðfélagsafla sem
standa að Morgunblaðinu.
Hér verður leitast við að grafa fram kjarnann í þessum blaðaskrifum og
að kanna um hvað deila kennaranna og Morgunblaðsmanna í raun snýst.
Til athugunar hafa verið teknar ofantaldar greinar úr Morgunblaðinu og
Þjóðviljanum, en ekki ber að líta á þessa upptalningu sem fullkominn lista
yfir blaðagreinar um þetta mál á tímabilinu.
Greinar kennaranna
A) í skólunum eru nemendum innrcett gagnrýnislaust afturhaldssöm við-
horf og gildismat valdastéttarinnar.
Nokkrar tilvitnanir í greinar kennaranna:
(1) „Þessir frómu menn virðast hins vegar vera gjörsamlega daufdumbir fyrir
þeim hápólitíska áróðri, sem raunverulega er rekinn í skólunum alla daga
alveg frá fyrsta skóladegi barnsins. Sá áróður kemur frá hægri, það er íhalds-
áróður sem er í samræmi við ríkjandi þjóðfélagsgerð og styrkir hana.“
(8) „Fáir ætm að velkjast í vafa um það að skólinn er afsprengi stéttaþjóðfélags-
ins sem við búum við og hann þjónar fyrst og fremst valdastéttinni og er
eitt af tækjum hennar til að viðhalda forréttindum sínum á kostnað alþýð-
unnar.“
(10) „Það er þvi ljóst, að í skólunum er rekinn miskunnarlaus kapítalískur áróður
og áróður fyrir einstaklingshyggju og hetjudýrkun, að ekki sé talað um inn-
rætingu trúarbragða, sem lítill hluti mannkynsins játar. En skoðanir sem
þessar falla ráðamönnum vel í geð, þær skulu því innrættar skólafólki.“
(18) „Við komumst ekki hjá því að viðurkenna að skólinn er fyrst og fremst
þjónn síns þjóðfélags. Hann er og verður nokkurn veginn jafn lýðræðis-
legur í starfshátmm sínum og þjóðfélagið sem ber hann á herðum sér. Þegar
til lengdar læmr hlýmr hann að styrkja forræði valdastéttarinnar í þjóð-
félaginu, bæði hið efnahagslega og hugmyndalega."
B) Lög, reglugerðir og námsskrár fyrir skóla kveða á um markmið og
leiðir sem kalla á öðru vísi skólastarf en tíðkast hefur víðast hvar á
landinu fram til þessa.
327