Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 96
Tímarit Máls og menningar
L. H. Bjarnason. Lárus talaði að vanda sköruglega og færði drjúgum að
Birni og Isafold fyrir framkomu þeirra í bankamálinu fyr og síðar og
meðferð ráðherra B. Jónssonar á öllu því máli. Þar næst talaði Sigurður
læknir Hjörleifsson og gerði grein fyrir ágreiningsatkvæði sínu í nefndar-
álitinu.
Um morguninn fyrir þingfund átti Lárus í töluverðu stímabraki við
nokkra þingdeildarmenn meiri hlutans, sem vildu láta taka málið út af
dagskrá og höfðu fengið einn nefndarmann, Sigurð Stefánsson, til að styðja
þá fyrirætlun. Kristján Jónsson gjörðist og deigur og var um stund þess
fýsandi, en Lárus ljet engan bilbug á sjer finna og sagði að það yrði þá
landfleyg saga, ef hann gengi frá nefndaráliti sem hann hefði áður sam-
þykkt og undirskrifað. Að lokum sansaðist sjera Sigurður á mál Lárusar
og hjet fylgi sínu og varð það niðurstaðan að málið skyldi ganga fram.
Kristjáni Jónssyni boðin ráðherrastaðan
Kl. 2V2 fjekk Kr. Jónsson símskeyti frá konungi, er fór þess á leit, að
hann taki að sjer að gerast ráðherra. Kr. Jónsson var svo óvarkár að
sýna eða segja nokkrum mönnum frá skeyti þessu; gátu þeir ekki þagað
yfir því, og innan svipstundar var það á vitorði deildarmanna allra og
margra áheyrenda að hann hefði fengið skeyti frá konungi og beiðni
um að takast á hendur ráðherrastöðuna. Hnykkti ýmsum meirihlutamönn-
um við þessa fregn og var það auðsætt á svip þeirra og atburðum. Þannig
þaut Björn Jónsson út, er Lárus hóf ræðu sína, og lýsti því áður yfir, að
hann ætlaði sjer ekki að hlýða á hann. En litlu síðar heyrðu menn hann
segja inni í ráðherraherberginu, að síra Jens forseti Pálsson sviki sig og
síðar sendi hann síra Sigurð Gunnarsson þingmann Snæfellinga með
seðil inn til forseta e.d. Litlu síðar veik forseti úr sæti sínu, en gleymdi
seðlinum í forsetasætinu; kom varaforseti Stefán Stefánsson auga á seð-
ilinn og las hann og stóðu á honum þessi orð:
Hann svívirðir mig, hann svivirðir þingið, hann svívirðir Iandið — fundi
slitið.
Þetta var með öðrum orðum uppkast að ræðu sem síra Jens átti að flytja
úr forsetastólnum. En Lárus gaf honum ekkert tilefni til þess að flytja
ræðu þessa og gat hann því ekki notað hana.
318