Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 25
Viðtal við William Heinesen skilningur af danskri hálfu á allri stöðu færeyinga í fortíð og nútíð að breytast mjög til hins betra. Við færeyingar getum nú mætt frænd- og bræðraþjóðum okkar í Danmörku, Noregi og Islandi á jafnréttisgrund- velli og án fordóma eða beiskju. Og þó, að einu leyti finnum við til beiskju gagnvart dönum, beiskju vegna þess að þeir hafa gert Færeyjar að bandarískri herstöð gegn vilja okkar og í raun og veru án vitundar okkar. Atlantshafsbandalaginu hefur verið leyft að reisa svonefnda „early warning radar station“ í Færeyjum. Þessi stöð, sem hefur kostað margar milljónir — hversu margar er ekki vitað — þjónar ekki færeyskum hagsmunum, ekki heldur dönskum heldur eingöngu norðuramerískum. Og hún gerir eyjarnar okkar að tilvöldu skot- marki hugsanlegs stríðsandstæðings Bandaríkjanna. — Það getur verið að danska stjórnin hafi ekki getað neitað Nató um leyfi eins og aðstæður eru, þar sem Danmörk er aðili að þessu hernaðarbandalagi og fer með utanríkismál Færeyja og gerir samninga fyrir þeirra hönd. En að þetta gerist í blóra við okkur, það leyfi ég mér að segja að sé andstætt þjóðarétti, að minnsta kosti í siðferðilegum skilningi. Þarna var ekki bróðurlega að farið. Nú verðum við bara að vona að danir losi sig úr Atlantshafsbanda- Iaginu einhvern tíma eins og færeyska þjóðin óskar, og kannske meirihluti hinnar dönsku líka. Mín eigin staða getur virst svolítið tortryggileg þar sem ég skrifa og tala fyrst og fremst dönsku! En um mig gildir það sama og um Jörgen- Frantz Jacobsen, að við erum einlægir færeyskir þjóðernissinnar þrátt fyrir máltengslin við Danmörku. Það sama er að segja um marga af lönd- um okkar sem kæmi ekki heldur í hug að afneita skuld sinni gagnvart danskri og norskri menningu en eru samt ákafir þjóðernissinnar. Félagar í Sambandsflokknum eru ekki undanskildir. Alla sögu Færeyja hefur þjóðin átt tveggja kosta völ: að vera þjóðernis- sinnar eða glatast. Á efri árum — Ég hef átt þeim heiðri og gleði að fagna að vera félagi í Dönsku akademíunni. Því það er alltaf gleðiefni að hitta andríkt, skemmtilegt og óhátíðlegt fólk. Og margt er gert nytsamlegt þar úti í Rungstedlund. Það er bara leitt að við skulum sitja þarna og missa vindlaösku niður í fínu 247
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.