Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 177
Lenínisminn og verkalýðshreyfing vesturlanda
í Kronstadt vekti fögnuð meðal allra
andstæðinga bolsévismans og þar með
einnig afmrhaldsins og borgarastéttar-
innar. Það gaf bolsévikum tækifæri til
að stimpla uppreisnina sem „gagnbylt-
ingu“, en það breytti ekki þeirri stað-
reynd að uppreisnarmenn gerðu valkost-
inn á milli flokksræðis og valda ráð-
anna að raunveruleika. Uppreisnarmenn-
irnir í Kronstadt hugðust ekki endur-
reisa hið fallna borgaralega lýðræði,
heldur reyndu þeir að endurheimta
sjálfsákvörðunarrétt ráðanna. Hlutlægt
séð var þó sem fyrr um tvíkost að ræða:
annaðhvort frjálsiyndan kapítalisma
eða valdsmannslegan ríkiskapítalisma,
þar sem sérstakar aðstæður Rússlands,
mótsögnin milli hagsmuna bænda og
verkamanna og alls þorra sveitaalþýð-
unnar gerðu það að verkum, að sér-
hverri lýðræðislegri stjórn fylgdi hætta
á þróun í átt til kapítalisma.
Þó sannfærði uppreisnin í Kronstadt
Lenín um að flokkurinn hefði spennt
vaidabogann of hátt. Hann tók upp
nokkrar kröfur uppreisnarmanna í efna-
hagsmálum, til að geta samtímis hert
tökin á stjórnmálasviðinu. Með nýju
efnahagsstefnunni (NEP) hófst nokkurt
afturhvarf til kapítalísks markaðsbú-
skapar til að friðmælast við bændur og
bæta úr matvælaskorti í borgunum.
Hægt var að líta á nýju efnahagsstefn-
una einfaldlega sem hlé á „ferli samnýt-
ingar" eða sem langvarandi ástand með
þeirri hættu, að þeir einkakapítalísku
hagsmunir, sem þar fengu að þróast,
myndu vaxa hinum ríkiskapítalíska
geira yfir höfuð og loks útrýma honum.
Ef sú yrði raunin á, hefði bolsévíska
bvltingin reynst árangurslaus — eins
konar hliðarstökk borgarabyltingarinnar.
Lenín var þó sannfærður um að hægt
væri að halda afturhvarfi til markaðs-
búskapar pólitískt og efnahagslega í
skefjum, ef stóriðnaður, bankar og utan-
ríkisverslun lytu miðstjórnarvaldi og
valdatæki stjórnarinnar væru styrkt með
því að koma í veg fyrir andspyrnumögu-
leika í þjóðfélaginu og í flokknum.
Þó varð endirinn sá eftir dauða
Leníns, að þeim mótsögnum og hættum
sem fólust í nýju efnahagsstefnunni var
rutt úr vegi með því að neyða bænd-
urna til samyrkju. Það krafðst „bylting-
ar að ofan“, margra ára barátm við
bændur og uppbyggingar allsráðandi
ríkisbákns, sem tryggði yfirráð yfir öllu
þjóðfélaginu. Aftur var stefnt að kapí-
talískri upphleðslu á formi ríkiskapítal-
sima, og afleiðingarnar urðu vaxandi
arðrán og svo mikið taumhald á vinn-
andi alþýðu, að það var sem ógnarstjórn.
Verkamenn og bændur fengu ekki það
sem þeir höfðu vænst í byltingunni.
Þeir höfðu einungis skipt á einu kerfi
drottnunar gegn öðru: keisarastjórninni
gegn alræði bolsévika. Þó er ekki hægt
að tala um svik við byltinguna. Bolsé-
vikaflokkurinn hafði aldrei haldið því
leyndu að hann taldi sig kallaðan til að
leiða byltinguna og ráða yfir ríkinu. I
þágu heimsbyltingarinnar skyldi komið
í veg fyrir að Rússland tæki stefnu
borgaralegrar auðvaldsþróunar, sem þó
virtist óumflýjanleg. Og þetta tókst hon-
um í raun og veru, þó án þess að stuðla
þar með að framgangi alþjóðabyltingar
öreiganna.
Framhald.
(Þýðing: Friðrik Haukur Hallsson,
Gestur Guðmundsson og
lngvar Kjaran.)
Tilvitnanir og athugasemdir
* Hér er „sjálfkvæði" notað yfir
„Spontanitát". Hins vegar er lýs-
399