Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 73
Shakespeare á meðal vor
fljótt sem verða má, en hefur látið undan drottningu, sem vill hafa son
sinn hjá sér? Og drottningin? Hvað hugsar hún um allt þetta? Finnur hún
til sektar? Hvað veit drottningin? Hún hefur lifað ástríðu, morð og þögn.
Hún varð að bæla allt innra með sér. Það er sem eldfjall leynist undir
yfirborðs-jafnvægi hennar.
Ófelía, einnig hún hefur dregizt inn í gráleikana miklu. Samtöl við
hana eru hleruð, hún er spurð, bréf hennar lesin. Satt er það, hún gengur
þeim á hönd. Hún er hluti af Vélinni og fórnarlamb hennar samtímis.
Hér vofir slægð yfir hverri kennd, og engin leið til undankomu. Allar
persónur leiksins hafa kennt á eitrinu því. Þetta er eins konar brjálæði.
Hamlet elskar Ófelíu. En hann veit að fylgzt er með honum; og auk
þess — hann hefur mikilvægari málum að sinna. Astin er smám saman
að fölna á brott. Það er ekkert ráðrúm fyrir hana í þessum heimi. Atakan-
legu hrópi Hamlets: „Ófelía, komdu þér í klaustur!“ er ekki beint til
Ófelíu einnar, heldur einnig til þeirra sem hlusta í felum á þau sem unn-
ast. Það á að styrkja hugmynd þeirra um geðveiki hans. En gagnvart
Hamlet og Ófelíu er merking þess sú, að í heimi, sem stjórnað er með
morðum, er ekkert ráðrúm fyrir ást.
Hamlet var sýndur í Kraká, árið 1956, opinskár og ægilega skýr. Sá
Hamlet var greinilega einfaldaður. En hitt er jafn-víst, að þessi túlkun var
svo hugtæk, að þegar ég greip til textans, að sýningu lokinni, fann ég
ekkert annað í honum en leikrit um stjórnmála-glæpi. Spurningunni sí-
gildu, hvort sturlun Hamlets sé raunveruleg eða uppgerð, svaraði sýningin
í Kraká á þessa leið: Hamlet gerir sér upp smrlun, hann semr á sig, með
köldu blóði, geðveikis-grímu í því skyni að koma fram valdasteypu;
Hamlet er óður, vegna þess að stjórnmálin sjálf eru æði, þegar þau upp-
ræta góðvild og hlýtt hjartaþel.
Slík túlkun er mér ekki á móti skapi. Og ekki harma ég alla hina Ham-
letana: vandlætarann, sem getur ekki dregið glögga línu milli góðs og ills,
gáfnaljósið, sem gat ekki haft upp á nægilegri ástæðu til að hefjast handa,
heimspekinginn, sem efast um að veröldin sé til.
Eg kýs fremur ungan mann, sem er rammflæktur í stjórnmál, laus við
blekkingar, bimr í orði, ákafur og harðleikinn. Ungan uppreisnarsegg,
sem býður af sér nokkuð af góðum þokka James Deans. Akefð hans er
stundum ungæðisleg. Hann er án efa frumstæðari en allir fyrri Hamletar.
Styrkur hans er framkvæmd, ekki íhugun. Hann er ólmur og ær af hneyksl-
un. Hinn pólski Hamlet eftir tutmgasta flokksþing. Einn af mörgum.
295