Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 59
Essayistinn Halldór Laxness
menningi skildist hvað þetta var mikill þátmr í kristindóminum. Að-
eins vel kristinn maður hefði getað talið hórdóm meðal þeirra óskapa
sem dyndu yfir mannkynið rétt fyrir heimsendi. Og sé litið á vísuna í
heild styrkist sú skoðun:
Bræður munu berjast
ok að bönum verðast,
munu systrungar
sifjum spilla;
hart er í heimi,
hórdómur mikill,
skeggöld, skálmöld,
skildir eru klofnir,
vindöld, vargöld,
áður veröld steypist;
mun enginn maður
öðrum þyrma.
„munu systrungar sifjum spilla“ liggur beint við að skilja sem sifjaspell
í Grágás sem leggur þungar refsingar við kynferðismökum skyldra eða
mægðra (auðvitað runnið undan rifjum klerka). Hér virðist átt við sifja-
spett hi8 meira sem varðaði skóggang. Sigurður Nordal, sem vildi sem
minnst gera úr hinum kristna anda í kvæðinu, fullyrti að spitta sifjum
gæti „ekki verið haft hér í hinni alkristnu merkingu“, heldur væri „átt
við fjandskap milli náfrænda og mága (þyrmðka sifjum, svörnum eið-
um, Sigurðarkv. sk. 28)“. Sá skilningur væri að vísu í samræmi við sumt
annað í vísunni (brœður munu berjast og mun enginn maður öðrum
þyrma), en eigi að síður virðist ógjörningur að greina sundur hugtökin
sifjaspett og að spitta sifjum. Og víst er að klerkar hefðu talið sifjaspell
systrunga mikinn hórdóm.
Þess ber að geta að Sigurður Nordal efaðist alls ekki um áhrif kristn-
innar á Völuspá, en taldi þau að nokkru leyti þess eðlis að skáldið hefði
haft löng, en óljós kynni af kristindómnum, þótt heiðinn væri. I bók
sinni, Völuspá, nefnir hann ýmsar tilgátur um fyrirmyndir í guðspjöll-
unum (sjá aðra prentun, neðanmálsgrein bls. 177—178).
Halldór telur fjarri sanni að heiðið skáld hafi getað talað um „há-
timbruð hof“, „þó ekki væri nema af þeirri ástæðu að skáldið hafði
aldrei séð slíkt“. Hann reiðir sig í þessu efni á kenningu danska forn-
leifafræðingsins Olafs Olsens í bókinni H0rg, hov og kirke (1966). Olsen
telur ekkert benda til að hof hafi verið sérstök heiðin guðshús, heldur
281