Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 161
En hækan, sem eins og að ofan segir
er fyrripartur tönku, hlýtur að lúta öðr-
um lögmálum, þó ekki sé vegna annars
en hve stutt hún er. Þær andstæður sem
helzt má greina í japanskri hæku eru
einkum milli einhvers snöggs og óvænts
sem gerist og hins kyrra og varanlega
sem er í baksýn og afhjúpast þá einmitt
i varanleika sínum, viðfangsefni hennar
er öðru fremur einmitt andráin sjálf,
þrungin eilífð, og við um hækuna eiga
sérstaklega þau orð þýðandans, að oft og
einatt sé „andartakinu með nokkrum
hætti teflt gegn hinu eilífa, hið smáa
og hverfula metið við óendanleikann,
þó ekki sé nema að fugl fljúgi útí bláin,
eða dropi falli á kyrran vatnsflöt". Eftir-
farandi hækur eru gott dæmi um þetta:
Eg varð að hnerra —
og sem ég leit upp aftur
— lævirkinn horfinn.
Gamla kyrra tjörn!
Lítill froskur stingur sér
— og vatnið segir: Hviss!
Eg sneri mér við —
þokan hafði þegar gleypt
þann er ég mætti.
Umsagnir um bcekur
Vorvindurinn fann
blöðin á borði minu
og blés öllum burt.
Fjölmörg dæmi mætti taka og ekki
síðri, jafnt um tönkur og hækur, en
þessi ættu þó að nægja til að sýna höfuð-
einkenni japansks kveðskapar og eins
þau tök sem Helgi Hálfdanarson hefur
á þessu viðfangsefni sínu. Hér er að
vísu af skiljanlegum ástæðum ekki unnt
að gera samanburð við frumtexta, en þó
þykjumst við mega sjá með samanburði
við aðrar þýðingar, að Helgi fari eins
nærri þeim og framast má, enda við-
hefur hann ekki hér eins og við þýð-
ingu kínversku ljóðanna neina tilburði
í þá átt að hneppa þau undir íslenzkan
ljóðstíl með sterkri hrynjandi, rími og
stuðlum, nema livað það örlar aðeins á
hinum síðastnefndu, en þó engan veg-
inn kerfisbundið. En það er einmitt
sjálfur tónn þessara kvæða, sem við hér
á Vesturlöndum þurfum að venjast við,
ef eyru okkar eru ekki þegar orðin of
sljó af fjölmiðluðu glamri til að nema
hljóðskraf japönsku stökunnar.
Kristján Ámason.
383