Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 55
Essayistinn Halldór Laxness
leg staðreynd utan hverrar sögu, hversu sennilegt sem kvæði eða vísa
kann að virðast á sínum stað. Halldór hefur komið auga á athyglisverða
hluti í þessu sambandi, sem nánar verður komið að hér á eftir.
Arið 1946 skrifar hann eftirmála við nýja prentun Grettissögu með
nútímastafsetningu og víkur að ást Islendinga á útilegumannasögum að
fornu og nýju. Því efni gerir hann þó rækilegri skil tveim árum seinna í
Lítilli samantekt um útilegumenn. Hér skal ekki orðlengt um það efni,
en mörgum árum seinna var að frumkvæði Halldórs gerð vísindaleg
rannsókn á hnúm einni sem legið hafði í beinahrúgu í Surtshelli, og
kom þá í ljós að hnútan væri frá tíundu öld eða lítið eitt eldri. Ekki gat
það þó komið Halldóri á óvart, því að hann hafði komist að þeirri niður-
stöðu áður að mannvirki í hellinum gætu verið þúsund ára gömul, jafn-
vel frá landnámsöld, þótt hann legði engan trúnað á fornar né nýjar
sagnir um það hverjir þar hefðu verið að verki.
I grein frá 1952, Ari og Dicuil, ræðir hann í stuttu máli frásögn Ara
í Islendingabók af þeim mönnum, „er Norðmenn kalla papa“, og verið
hafi fyrir á Islandi þegar Ingólf og félaga bar þar að landi. Dicuil skrifar
í bók sinni, De mensura orbis terræ, frá því um 825, að klerkar sem
dvalist hafi í eynni Thule febr.—ágúst fyrir þrjátíu árum hafi sagt sér
frá sólargangi og fleira sem hann greinir frá. Þykir lýsingin benda ein-
dregið til að um Island sé að ræða og talin sanna sögn Ara. Halldór
hefur ekki vefengt að írskir einsetumenn hafi komið hingað og ein-
hverjar minjar þeirra eða verksummerki fundist hér að upphafi land-
námsaldar, þó að hann trúi því ekki að Norðmenn hafi fundið hér írskar
bækur og bagla (biskupsstafi).
Mörgum árum seinna kemur Halldór aftur að þessu efni í greininni
Mannlíf hér fyrir landnámstíð (Tímarit Máls og menningar 1965, Vín-
landspúnktar 1969). Tilefnið var að þá hafði komið upp sú hugmynd og
verið hampað í blöðum og tímaritum af ýmsum áhugamönnum, að
fjölmenn byggð Ira hefði verið á Islandi fyrir landnám Norðmanna.
Þeir síðarnefndu hefðu drepið þessa friðsömu írsku bændaþjóð, en hirt
búpening þeirra. Halldór bendir á að ritaðar heimildir hafi ekki neinar
frásagnir af þvílíku landnámi hér og að ekki hafi fundist neinar forn-
leifar sem styðji þessa hugmynd, írskir einsetumunkar (anakóretar) hafi
hvergi numið land í eiginlegri merkingu, þótt þeir hafi víða sest að á
eyðistöðum fjarri mannabyggðum. „I augum þeirra var alt bústáng bein-
línis frá djöflinum.“ Hvorki fornleifafræðingar né sagnfræðingar taka
277