Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 133
Þekkingin er þjóðfélagsafl
Er þekkingin leiðinleg?
Þegar stöðnunarviðhorf til þekkingar eru allsráðandi í samfélaginu vill
oft við brenna að þekkingin verður leiðinleg öllum þorra manna. Þetta
kemur einna gleggst fram í hvers konar skólastarfi. Þar er þá allt kapp
lagt á að troða í nemendur þurrum minnisatriðum og jafnvel ekki einu
sinni spurt hvort þau sitji í nemendum eftir prófin. Við Islendingar eig-
um frábæra lýsingu á þessu í bókmenntum okkar, þ. e. í fyrstu köflum
Ofvitans eftir Þórberg. (Lesandinn ætti raunar að rifja þá upp í heild sam-
hliða þessari grein). Eftir snjalla lýsingu á landafræðiítroðslunni segir
meistari Þórbergur:
„Hvers vegna er verið að sólunda tíma okkar í svona lagað minnishrat?
Hvern andskotann kemur þetta lífi okkar við? Og hvað simr efdr í manni,
þegar vindar nýrra áhrifa hafa feykt þessu rusli burm? Enginn nýr skiln-
ingur á heiminum. Ekki heldur aukin dómgreind. Því um síður meiri djúp-
hyggja. Þar simr ekkert eftir annað en sama gróðurlausa auðnin, sem
þyrsti í frjóvgandi skúrir, áður en þessi ítroðsluþyrrkingur byrjaði".
Og Þórbergur gerir „uppreisn gegn þessu helvíti.“ Hann vill í staðinn
fá að vita hvernig löndin hafa orðið til og með hvaða hætti höfin hafa
myndast. Og hann spyr:
„Hvers vegna eru fjöllin dndótt í Austur-Skaftafellssýslu, en kollótt
hér og á Vestfjörðum? ... Hvers vegna eru sum f jöll eins og hlaðin upp
úr reglulegum klettabelmm, en önnur eru líkust í lagi skítahlassi, sem kast-
að hefur verið á jörðina? ... Af hverju er Snæfellsjökull í laginu eins og
lampahjálmur? ... Hvernig stendur á því að álar, djúp og grunn á hafsbotn-
inum standast lengst út í haf á við firði, flóa og skaga í landi? Hafa þetta
einhvern tíma verið firðir, flóar og skagar? Hver gemr frætt mig um þetta?“
Og kennslubækurnar fá líka sína útreið hjá meistaranum. Þær eru
leiðinlega skrifaðar, frásagnahátturinn formúlulegur, þurr og þanþols-
laus o. s. frv. Síðan spyr hann:
„Væri ekki unnt að rita landafræði eins skemmtilega og spennandi ferða-
sögu? Væri ekki vinnandi vegur að gera eðlisfræðina álíka lífrænt verk og
kraftarnir em, sem hún lýsir?"
Þó að Þórbergur hafi ekki talið sig vera neinn venjulegan nemanda
þegar hann gekk einn vetur í Kennaraskólann, eru þeir þó býsna margir
355