Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 125
Þekkingin er þjóðfélagsafl
En á sama tíma og Einstein var að semja kenningu sína voru að ger-
ast aðrir atburðir í eðlisfræði sem eru því miður ekki eins kunnir al-
menningi enda e. t. v. enn síður aðgengilegir. Þeir hafa þó í raun og
veru valdið enn róttækari straumhvörfum í heimspeki og þekkingar-
fræði en afstæðiskenningin. Við skulum því skoða þá svolítið nánar.
Skammtafrceðin
Fyrsti vísirinn að svonefndri skammtafræði kom fram aldamótaárið 1900
í grein eftir þýska eðlisfræðinginn Max Planck sem fjallaði um rafsegul-
geislun (þ. á m. ljós) frá svörmm hlut. A næstu árum komu síðan fram
ýmsar niðurstöður, m. a. í greinum eftir Einstein, sem benm til þess að
ljós og ýmsar smáar efniseindir (atóm eða frumeindir, atómkjarnar og
öreindir) hegðuðu sér ekki samkvæmt lögmálum hefðbundinnar eðlis-
fræði. Þessar niðurstöður átm m. a. við agnir með lítinn hraða þannig
að afstæðiskenningin gat ekki skýrt frávikið. Þetta olli eðlisfræðingum
miklum og langvinnum heilabromm þar til loksins tókst að ráða gámna
um miðjan þriðja áramg aldarinnar. Margir fremstu eðlisfræðingar heims-
ins komu þarna við sögu, ekki síst Daninn Niels Bohr, en það voru Þjóð-
verjarnir Heisenberg og Schrödinger sem ráku endahnútinn, raunar hvor
með sínum hætti. Þeir settu fram heilsteypt kerfi, skammtafræðina, sem
gerir grein fyrir hegðun smárra efniseinda við tiltölulega lítinn hraða,
samanborið við Ijóshraðann. (Hins vegar hefur mönnum enn ekki tekist
að smíða fullnægjandi almenna eðlisfræðikenningu sem taki til hraðfara
öreinda — en það er önnur saga).
Skammtafræðin skýrir fjölmargar athuganir sem annars væm mönn-
um hulin ráðgáta. Til að mynda skýrir hún sjálfa tilvist atómsins. Menn
höfðu áður komist að því að frumeindin væri saman sett úr atómkjarna
og rafeindum (elektrónum) sem sveimuðu kringum hann með einhverj-
um hætti. Þar sem rafeindir bera rafhleðslu ættu þær skv. þessu að geisla
frá sér rafsegulbylgjum svipað og rafstraumur í loftneti. En þá ætti orka
atómsins að fara síminnkandi og það mundi því falla saman með tíman-
um. A hinn bóginn eru langflest atóm algerlega stöðug og óbreytileg.
Skammtafræðin leysir úr þessum vanda á þann hátt að ekki sé um raun-
verulega hreyfingu rafeinda í atóminu að ræða í venjulegum skilningi,
heldur öllu heldur eins konar stöðuga líkindadreifingu.
Með skammtafræðinni fékkst skýring á þeirri niðurstöðu tilrauna að
smáar agnir, t. d. rafeindir, hegða sér eins og öldur eða ölduknippi
347