Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 89
Ráðherravalid 1911
og framkvæmd, og komu þar fram skiptar skoðanir. Þótt lýsing Þorleifs H. Bjarna-
sonar á þessu mesta hitamáli alþingis 1911 sé brotakennd og ófullkomin, hefur hún
ýmsar upplýsingar að geyma, sem betra er að búa yfir en án að vera.
Jón Guðnason.
Samþykkt vantraust á Björn Jónsson ráðherra
Eptir mikil og margvísleg fundarhöld afrjeð sjálfstæðismanna flokks-
hlutinn, sem einkum hefir augastað á Skúla Thoroddsen sem ráðherra
(að því er sagt er), á kvöldfundi laugardaginn þann 18. febrúar, að tjá
ráðherra Birni Jónssyni vantraust sitt. Þó voru ekki nema 7—8 af
sjálfstæðismönnum í neðri deild (að því er forseti deildarinnar H. Þorst.),
sem voru þegar fúsir á að ljá vantraustsyfirlýsingu fylgi, en þeir gerðu
ráð fyrir, að fleiri mundi verða henni fylgjandi, þegar yfirlýsingin væri
eitt sinn komin á stað, og þar að auki mundi minnihlutinn, þegar þar
að kæmi, styðja hana. Af efri deildar sjálfstæðismönnum höfum vjer
ekki haft neinar áreiðanlegar fregnir. En hvað um það, mánudaginn þ.
20. s.m. var útbýtt svohljóðandi tillögum til þingsályktunar í Ed. og Nd.
(þingskjöl 36 og 37):
Ed. Tillaga til þingsályktunar.
Flutningsmenn: Ari Jónsson, Kristján Jónsson, Sigurður Stef.
Efri deild alþingis ályktar, að lýsa vantrausti á núverandi ráðherra.
Nd. Tillaga til þingsályktunar.
Flutningsmenn: Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Jón Jónsson
þm. N.-Múl., Skúli Thoroddsen og Jón Sigurðsson þm. Mýram.
Neðri deild alþingis ályktar, að lýsa yfir vantrausti sínu á núverandi ráð-
herra Islands.
Koma tillögur þessar væntanlega til umræðu í deildunum á miðvikudag
og fimmtudag.
Við þingskjai 37 (við tillögu til þingsálykmnar á þingskj. 37).1
Frá Benedikt Sveinssyni, Bjarna Jónssyni frá Vogi, Jóni Jónssyni þm. N.-M.
og Skúla Thoroddsen.
Aptan við tillöguna bætist:
og skorar á hann að beiðast lausnar þegar í stað.
Enginn efi leikur á, að þingsályktunartillaga L. H. Bjarnasonar um
1 Hér er átt við viðaukatillögu á þingskjali 49.
311