Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 107
Blaðaskrif um áróður í skólum
Því hefur aldrei fyrr verið lýst beinlínis á prenti, hvernig skólakerfið er
misnotað í þágu vinstri sinnaðra rithöfunda, en nú liggur það fyrir.“
B) Algjöra þögn yfir umrœÖu kennara um innrcetingu hcegrisinnaðra
viðhorfa í skólum.
Á þetta benti Örn Ólafsson kennari í grein sinni (11):
„Þessum umræðum gerir Mbl. engin skil, víkur ekki einu sinni að þeim.“
Þrátt fyrir þessa ábendingu Arnar sækja Morgunblaðsmenn enn í sig
veðrið í svargrein við þremur greinum kennara (9, 10 og 11) og halda
því beinlínis fram að kennarar reyni að afneita því að um pólitískan
áróður sé að ræða í skólum (12):
„Upptalning Arnar Olafssonar staðfestir einmitt staðhæfingu Morgunblaðs-
ins og er enn eitt merkilegt dæmi um það, hvernig þessir kennarar koma
upp um sjálfa sig í greinum, sem er ætlað að afneita því, að um pólitískan
áróður sé að ræða í skólum!!“
Þessi fullyrðing Morgunblaðsmanna stingur því meir í augu að í sama
tölublaði Morgunblaðsins getur að lesa í grein eftir Þorgrím Gestsson
kennara (10):
„Það er því ljóst, að í skólunum er rekinn miskunnarlaus kapítalískur áróð-
ur og áróður fyrir einstaklingshyggju og hetjudýrkun, að ekki sé talað um
innrætingu trúarbragða, sem lítill hluti mannkynsins játat.“
Morgunblaðsmönnum verður tíðrætt um það sem þeir kalla pólitískan
áróður vinstrisinnaðra kennara. Hins vegar kemur aldrei fyrir að þeir
nefni vinstrisinnaðan pólitískan áróður til aðgreiningar frá hægrisinnuð-
um pólitískum áróðri. Það hlýtur að hvarfla að mönnum að með þessu
orðalagi sé markvisst verið að læða því að lesendum Morgunblaðsins að
orðið pólitík, sem hefur hlotið neikvæðan merkingarblæ, sé bundið við
vinstrisinna, óhugsandi sé að hægrisinnar smndi svo ljóta iðju, og að
pólitískur áróður merki því það sama sem vinstri áróður.
C) Abendingar um markmið og leiðir í skólastarfinu sem stríða gegn
ákvæðum laga og reglugerða.
I þessu efni er málatilbúnaður Morgunblaðsmanna að mestu leyti nei-
kvæður, þeir birta gjarnan lýsingu kennara á því hvernig kennslan þarf
329