Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 94
Tímarit Máls og menningar
nefndina til þess að bera vitni um bankastjórafrávikninguna, kvaðst hann
ekkert muna, að því er Jón Jakobsson bókavörður sagði mjer eptir Agúst
Flygenring; var þá Kristján Jónsson háyfirdómari leiddur fram til þess
að minna Björn á einhver ummæli sem hann hafði haft við hann á heimili
hans eitthvað 4 dögum fyrir afsetninguna, en engu að síður var Björn
Kristjánsson jafn minnislaus.
Föstudaginn þ. 10. sveikst forseti e.d. Jens Pálsson að taka tillögu
um innsetningu Kr. Jónssonar háyfirdómara sem gæslustjóra á dagskrá
(sbr. þingskjal e.d. nr. 134, 6. bls.) og fjekk ákúrur fyrir laugard. þ. 11.
Gat hann þess, að ráðherra hefði farið þess á leit við sig, að tillagan yrði
ekki tekin á dagskrá þann dag; auðvitað í þeim tilgangi að koma í veg
fyrir, að tillagan yrði tekin á dagskrá, svo framarlega sem Kristján yrði
kvaddur á konungsfund sem ráðherraefni, þegar fresmrinn væri úthlaup-
inn, með skírskotun til þess, að hún væri þá óþörf með öllu.
Sjálfstœðisflokkur bendir á Skúla Thoroddsen
11. mars kl. 6 e. h. hjeldu sparkarar og brot fyrverandi ráðherra B.
Jónssonar fund með sjer til þess að ræða um útnefningu ráðherra eða
rjettara sagt tilnefningu hans. Munu þeir Sigurður Stefánsson prestur,
Sigurður Hjörleifsson læknir og Björn Kristjánsson — þeir tveir síðar-
nefndu teljast til Björnsmanna, — hafa unnið mest að því, að saman gengi
með Skúlamönnum eða spörkurum og broti Björns. Varð niðurstaðan
á fundinum sú, að 19 manns að Skúla meðtöldum tjáðu sig búna til að
styðja tilnefningu Skúla, raunar með nokkrum skilyrðum, svo sem að
Skúli tilnefndi 3 konungkjörna menn úr liði Björns, en aðeins 3 sem
sjálfum honum væri fylgjandi, að Skúli ljeti konung rjúfa þing og boða
til nýrra kosninga í haust, að Skúli ljeti ekki framganga innsetningu
gæslustjóranna, Kristjáns Jónssonar og síra Eiríks, enda þótt þingið
samþykkti hana o. s. frv. En sex þingmenn, sem talist höfðu hingað til
til meiri hlutans, Kristján Jónsson, Hannes Þorsteinsson, Jón Sigurðsson
frá Haukagili, Sigurður Sigurðsson ráðunautur, síra Hálfdan Guðjónsson
og Olafur Briem, reyndust ófáanlegir til þess að fylgja Skúla að þessu
sinni, og mun þó hafa verið lagt fast að þeim að gjöra það og hvorki
spöruð fyrirheit eða flokksögranir til að halda í þá. Sú varð niðurstaðan
á fundi þessum, að fundur skyldi haldinn á ný sunnudaginn þ. 12. kl.
11 f. h. til þess að reyna að útvega Skúla fullkominn meiri hluta.
316