Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 157
það er hægt að staðsetja hvaða reyfara
sem er í Reykjavík og fara rétt með öll
nöfn á götum, opinberum byggingum,
veitingahúsum o. s. frv., án þess að sag-
an yrði „sennilegri" þess vegna. Slík at-
riði bera einungis vott um staðþekkingu
höfundarins.
Oskar reynir einnig að bjarga Frey-
faxahamri, „sem menn hafa að vonum
saknað neðan túns á Aðalbóli". Hann
bendir á að textunum ber „nokkuð á
milli“ um staðsetningu hamarsins, og að
þeir gætu báðir „verið afbakaðir“ (40—
41):
A-texti
Þeir leiða nú hestinn ofan eptir vellin-
um. Einn hamarr stendr niðr við ána,
en fyrir framan hylr djúpr.
D-texti
Þeir leiða nú hestinn ofan eptir vellin-
um ok fram með ánni; fyrir neðan bæ-
inn standa hamrar stórir ok fors einn;
þar var einn hylr djúpr.
Oskar er þeirrar skoðunar að „óná-
kvæmni sú sem hér kemur fram miðað
við staðhætti" sé „líklegri til að vera sök
ritara en höfundar“ (41) — en handrit
þau sem hér um ræðir eru komin af
Suður- og Norðurlandi. En eru ekki lýs-
ingar beggja handritanna reyndar mjög
svipiíkar? Og hvers vegna skyldu ritar-
ar, væntanlega ókunnugri staðháttum en
höfundur sögunnar, fara að rjála við slík
atriði? Er ekki líklegra að þessi staðsetn-
ing hamarsins, eða hamranna, sé upp-
hafleg?
6 Oskar f jallar ekki einungis um hugs-
anlega munnmælahefð í Hrafnkels sögu,
þó að það sé aðaltilgangur hans. Síðari
hluti rits hans, kaflarnir 8—10 (44—
Umsagnir um btskur
67), tekur m. a. upp ýmis sjónarmið við-
víkjandi túlkun sögunnar, „grundvallar-
hugsun eða þema“ (49) hennar. A því
sviði hafa margir fræðimenn lagt orð í
belg á seinni árum.
Oskar tekur sérstaklega til athugunar
þá skoðun sem Hermann Pálsson gerðist
ötull talsmaður fyrir í riti sínu Art and
Ethics in Hrafnkel’s Saga (1971): að
sagan væri „eins konar siðfræðileg
dæmisaga, athugun á ofmetnaði (hybris)
Sturlungaaldar út frá siðgæðisboðskap
kaþólsku kirkjunnar á miðöldum", og
að atburðir hennar væru „allir háðir
kerfisbundnum lögmálum kristinnar sið-
fræði“ (49). Oskar vísar þeirri skoðun
yfirleitt á bug, en finnst samt ástæðu-
laust „að véfengja að í ýmsum hug-
myndum sögunnar gæti kristinna við-
horfa". Sem dæmi nefnir hann þá hugs-
un „að líkamlegur sársauki kveiki sam-
úð, sem virðist liggja til grundvallar
því atriði sem þótt hefur hvað vand-
skýrðast, er Þorkell Þjóstarsson lætur
Þorbjörn karl þrífa í tá Þorgeirs" (46—
47). En það er varla hægt að sanna að
slík hugsun sé sérlega kristin, eða að
hún sé óþekkt í heiðnum sið. Við erum
stundum of hneigðir í rannsóknum
okkar á íslendingasögum að gera bilið
milii „heiðinna" og „kristinna" hug-
mynda alltof mikið. Sú kenning að eðli
manna hafi gerbreyst í sambandi við
trúarskiptin virðist einkennilega óraun-
sæ. Ætli innra eðli manna og tilfinn-
ingar umturnist svo auðveldlega? Þeir
hafa til dæmis líklega alltaf vitað hvað
sársauki er, bæði líkamlegur og sálar-
legur, og getað af eigin reynslu gert sér
í hugarlund hvernig náungar þeirra
finna til. Það er heldur engin ástæða að
hugsa sér samúð sem eins konar einka-
réttindi kristinna manna.
Oskar tekur skýrt fram að hann hafi
379