Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 90
Tímarit Máls og menningar
að skipa nefnd samkv. 22. gr. stjórnarskrárinnar til að rannsaka gerðir
landsstjórnarinnar í Landsbankamálinu m. m., sem var rædd fyrir hús-
fylli miðvikudaginn 22. þ. m. frá kl. 1—314 og 5—8 og loks samþykkt
með 11 atkvæðum mót 2 að kjósa 5 manna nefnd í málið, hafi ýtt
undir meirihlutamenn, sem óánægðir eru með stjórn og stjórnaraðgerðir
ráðherra, að setja nú á hann vantraustsyfirlýsingu í báðum deildum til
þess að minnihlutanum einum yrði ekki einum þakkað eptir á, að hann
ætti frumkvæðið að því að koma ráðherra frá.
Um ræðuhöldin í e.d. í málinu um skipun rannsóknarnefndar verð-
um vjer að vísa til blaðanna, en þó einkum til Alþingistíðindanna. Raun-
ar er nú skýrslan í blöðunum Lögrjettu og Ingólfi lítils virði; í Isafold
eru frásagnirnar að vanda mjög rangfærðar og vilhallar. Beztu heimild-
irnar verða sjálfsagt Alþingistíðindin, þótt búið sje að ræðunum verði
nokkuð breytt, ef að vanda lætur.
I n.d. fóru fram umræður um vantraustsyfirlýsinguna föstudaginn þ.
24. febr. frá 12—3Vi, 5—8 og 9—1 Vj- Aðalræðurnar fluttu þeir af
hálfu sparkliðsins, sem Isafold nefnir svo, ritstjóri Benedikt Sveinsson
og Skúli ritstjóri Thoroddsen. En þó voru röksemdir þeirra beggja all-
margar heldur veigalitlar, sbr. Vísi, Þjóðviljann, Isafold og á sínum
tíma Alþingistíðindin. Veigameiri var hin langa ræða Jóns Jónssonar
frá Múla, sem studdist í ýmsum greinum, að því er kom til sakargipta
á hendur ráðherra, við ræðu L. H. Bjarnasonar í e.d. þann 22. febr.m.
Loksins varð niðurstaðan sú að deildin lýsti yfir vantrausti sínu á hend-
ur Birni ráðherra með 16 atkvæðum mót 8. Einn þingmanna dr. Jón
Þorkelsson greiddi ekki atkvæði, en var talinn til meiri hlutans; ráðherra
greiddi eins og gefur að skilja ekki atkvæði; auk þess var samþykkt við-
aukatillaga með 17 atkv. gegn 7 að hann færi strax frá.
Björn Jónsson biðst lausnar. Konungur spyrst fyrir urn ráðherraefni
Laugardaginn þ. 25. f. h. símaði ráðherra konungi og baðst lausnar. Mun
hann hafa fengið lausnina á sunnudaginn, en verið beðinn að gegna
ráðherrastörfum þar til eptirmaður hans yrði skipaður. Sunnudaginn
fengu þeir Kristján háyfirdómari, Skúli Thoroddsen og Hannes Havstein
símskeyti frá konungi; bað hann þá hvern um sig að skýra sjer frá flokka-
skiptingunni á alþingi og hvort nokkur á þinginu eða utanþings mundi
geta safnað um sig meiri hluta þingmanna. Svöruðu þeir símskeytum
konungs mánudaginn þ. 27., en ókunnugt er mjer um svör þeirra. Þó
312