Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 57
Essayistinn Halldór Laxness
sem er skrifuð kríngum 1075, hvað sem líður Grænlendíngasögu.“ Hall-
dór rifjar síðan upp ábendingu Fridtjofs Nansens og fleiri fræðimanna
um gamlar evrópskar sagnir af sælum eyjum (eða Eyjar sælla, þ. e.
framliðinna), og er ein nefnd Insula uvarum (Vínberjaey) í fornri írskri
sögu af Brandanusi helga (Navigatio sancti Brandani; brot úr gamalli
íslenskri þýðingu er prentuð í Heilagra manna sögum, en þetta nafn er
ekki varðveitt þar).
Halldór leggur áherslu á gildi Isidors úr Sevillu fyrir vestræna mið-
aldamenntun, þ. á m. Islendinga. Isidor var „biskup á Spáni á meróvíngatíð,
fæddur um 560. Hann var polyhistor, alfræðimaður, og samdi gnótt bóka
eftir kosmógónísku lögmáli kristindómsins...“ Víst er að áhrif Isidorusar
verða seint of metin, því að hann var sá lærdómsbrunnur sem ausið var
af allar miðaldir, einkum alfræðirit hans Etymologiarum sive originum
libri XX. Þó að Isidorusar sé sjaldan getið í íslenskum fornritum, er
víst að íslenskir rithöfundar hafa ekki aðeins þekkt nafn hans heldur
sótt fróðleik í verk hans bæði beint og óbeint, því að rit margra síðari
lærdómsmanna, sem íslenskir fræðimenn lásu og nomðu margvíslega,
byggðust að meira og minna leyti á ritverkum Isidomsar.
Nansen hefur á sínum tíma tekið upp í bók sína Nord i taakeheimen
lýsingu Isidorusar á frjósemi eyja þeirra sem hann nefnir Fortunatarum
insulae. I lok þessarar ritgerðar hefur Halldór prentað latneska fmm-
textann ásamt þýðingu sinni. Hér er einkennilegur svipur með orðalagi
í Eiríks sögu, þar sem lýst er landkostum í Vínlandi: Þeir fundu þar á
landi sjálfsána hveitiakra, þar sem lægðir vám, en vínvið allt þar sem
holta vissi (Isl. fornrit IV, bls. 226—227). Lýsing Isidomsar er fjölorð-
ari um jarðargróða, en um hveiti og vínvið segir þar á þessa leið: formitis
vitibus iuga collium vestiunmr; ad herbarum vicem messis et holus vulgo
est (þýð. Halldórs: sjálfvaxinn vínviður klæðir fellin að ofanverðu; hveiti
og kál vex hvar sem er einsog gras).
Vísuorð Völuspár: Munu ósánir / akrar vaxa... eiga sér því fornar
hliðstæður í evrópskum bókmenntum, og má meira að segja eins og
Halldór gerir rekja þessa hugmynd afmr til Odysseifskviðu, og síðar má
lesa í kvæði eftir Horatius um „land hins ósána korns“.
Þessi kafli ritsmíðarinnar byrjar raunar á kapítula sem nefnist Latína
og enska í Völuspá. „... Völuspá er... heimsköpunarfræði (þýð. á
kosmogonía eða kosmología).... Völvan sér fyrir sér æsi tröll og dverga,
jafnvel valkyrjur, auk annars kraðaks úr skandinavískum anímisma....
279