Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 57
Essayistinn Halldór Laxness sem er skrifuð kríngum 1075, hvað sem líður Grænlendíngasögu.“ Hall- dór rifjar síðan upp ábendingu Fridtjofs Nansens og fleiri fræðimanna um gamlar evrópskar sagnir af sælum eyjum (eða Eyjar sælla, þ. e. framliðinna), og er ein nefnd Insula uvarum (Vínberjaey) í fornri írskri sögu af Brandanusi helga (Navigatio sancti Brandani; brot úr gamalli íslenskri þýðingu er prentuð í Heilagra manna sögum, en þetta nafn er ekki varðveitt þar). Halldór leggur áherslu á gildi Isidors úr Sevillu fyrir vestræna mið- aldamenntun, þ. á m. Islendinga. Isidor var „biskup á Spáni á meróvíngatíð, fæddur um 560. Hann var polyhistor, alfræðimaður, og samdi gnótt bóka eftir kosmógónísku lögmáli kristindómsins...“ Víst er að áhrif Isidorusar verða seint of metin, því að hann var sá lærdómsbrunnur sem ausið var af allar miðaldir, einkum alfræðirit hans Etymologiarum sive originum libri XX. Þó að Isidorusar sé sjaldan getið í íslenskum fornritum, er víst að íslenskir rithöfundar hafa ekki aðeins þekkt nafn hans heldur sótt fróðleik í verk hans bæði beint og óbeint, því að rit margra síðari lærdómsmanna, sem íslenskir fræðimenn lásu og nomðu margvíslega, byggðust að meira og minna leyti á ritverkum Isidomsar. Nansen hefur á sínum tíma tekið upp í bók sína Nord i taakeheimen lýsingu Isidorusar á frjósemi eyja þeirra sem hann nefnir Fortunatarum insulae. I lok þessarar ritgerðar hefur Halldór prentað latneska fmm- textann ásamt þýðingu sinni. Hér er einkennilegur svipur með orðalagi í Eiríks sögu, þar sem lýst er landkostum í Vínlandi: Þeir fundu þar á landi sjálfsána hveitiakra, þar sem lægðir vám, en vínvið allt þar sem holta vissi (Isl. fornrit IV, bls. 226—227). Lýsing Isidomsar er fjölorð- ari um jarðargróða, en um hveiti og vínvið segir þar á þessa leið: formitis vitibus iuga collium vestiunmr; ad herbarum vicem messis et holus vulgo est (þýð. Halldórs: sjálfvaxinn vínviður klæðir fellin að ofanverðu; hveiti og kál vex hvar sem er einsog gras). Vísuorð Völuspár: Munu ósánir / akrar vaxa... eiga sér því fornar hliðstæður í evrópskum bókmenntum, og má meira að segja eins og Halldór gerir rekja þessa hugmynd afmr til Odysseifskviðu, og síðar má lesa í kvæði eftir Horatius um „land hins ósána korns“. Þessi kafli ritsmíðarinnar byrjar raunar á kapítula sem nefnist Latína og enska í Völuspá. „... Völuspá er... heimsköpunarfræði (þýð. á kosmogonía eða kosmología).... Völvan sér fyrir sér æsi tröll og dverga, jafnvel valkyrjur, auk annars kraðaks úr skandinavískum anímisma.... 279
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.