Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 156

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 156
Hímarit Máls og menningar hann er þar nefndur goði“ (18), eins og Oskar orðar það. En í Sturlubók er einnig höfðingjaskrá, „þá er landit hafði sex tigu vetra byggt verit“. Þar eru til- greindir aðeins fjórir höfðingjar í Aust- firðingafjórðungi; einn þeirra er Hrafn- kell goði. Það virðist þannig vera stað- reynd að Hrafnkell hafi náð valdastöðu. En þessi uppgangur hans finnst Oskari athyglisverður, þar sem Hrafnkell kom út „síð landnámstíðar" og virðist hafa verið ættsmár. Hann hefur a. m. k. „varla verið skyldur né tengdur neinni þekktri eða voldugri höfðingjaætt". Af þessum heimildum megi draga þá ályktun „að hinn ættsmái og einstæði landnámsmað- ur í Hrafnkelsdal hafi orðið hamingju- drýgri en nágrannahöfðingjarnir, aukið ríki sitt á kostnað þeirra á skömmum tíma og skilað völdum í hendur sona sinna“ (19). Þetta bendir samkvæmt Oskari til þess að Hrafnkell „hafi aukið völd sín með ofríki“. Honum finnst lík- legt að deilur Hrafnkels „hafi orðið til- efni munnmcela sem héldu nafni hans á loft og til þeirra eigi Hrafnkels saga einhverjar rcetur að rekja“ (20; letur- breyting mín). Við dveljum sem sé enn- þá í heimi ágiskana hvað „aðalviðburði" sögunnar snertir. Ein grundvallarskoðun bæði Oskars og Hofmanns virðist vera sú að höfund- ur Hrafnkels sögu hafi litið á sjálfan sig sem sagnfræðing, vitanlega á mið- alda mælikvarða. Hann hafi ætlað sér að „segja rétt frá“, eins og hann hefur hugsað sér atburðarásina í ævi Hrafn- kels. Hofmann orðar þá skoðun afdrátt- arlaust: „Höfundurinn sjálfur hefur vafalaust haldið að það sem hann sagði frá væri sagnfræðilega rétt. Þetta er und- ir öllum kringumstæðum mikilvægur punktur, sem við verðum að taka tillit til, þegar við dæmum um verk hans.“ (35) En einmitt hér hefur Nordal auð- sjáanlega verið á öðru máli. I augum hans er vel hugsanlegt að höfundur Hrafnkels sögu hafi unnið að meira eða minna leyti sem skáld og fundið sjálfur upp „aðalviðburði" sögu sinnar. Það er erfitt, eða kannski réttara sagt ómögulegt, að gera upp milli þessara grundvallarskoðana. Það er óneitanlega of djúpt tekið í árinni þegar Nordal slær þessu föstu: „Aðalviðburðirnir, sem Hrafnkatla segir frá, hafa aldrei gerzt.“ Athuganir Oskars og Hofmanns verða væntanlega til þess að draga úr trausti manna á slíkum fullyrðingum. A hinn bóginn hafa þeir engan veginn sannað hið gagnstæða: að „aðalviðburðir" Hrafnkels sögu hafi átt sér stað í veru- leikanum eitthvað svipað því og sagan segir frá, eða að höfundurinn hafi smíð- að þessa atburði úr arfsögnum. Enn síð- ur höfum við fengið nokkra hugmynd um hvers eðlis hugsanleg munnmæli hafa verið. Að því leyti erum við í sömu sporum eftir sem áður — og lítil von að við munum nokkurn tíma verða fróðari um þetta. Við getum aðeins velt fyrir okkur þeim fáu staðreyndum sem við höfum, og trúað því sem okkur þykir sennilegast. En Hrafnkels saga er staðreynd sem slík. í lofsverðum áhuga sínum að vekja traust okkar á sagnfræðilegu gildi sög- unnar, eða munnmælageymd í henni, gengur Oskar e. t. v. stundum feti of langt og beitir alltof veikum rökum. Þannig segir hann að örnefnin í Hrafn- kels sögu „auka henni veruleikablce, skorða hana fastar í raunsönnu um- hverfi'" — sem er sjálfsagt rétt — en heldur svo áfram: „Enginn getur neitað að þetta geri söguna sennilegri og sýnist lítt fallið til að styrkja uppspunakenn- inguna" (38; leturbreytingar mínar). En 378
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.