Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 111
Blaðaskrif um áróður í skólum
tengd umhverfi nemenda og lögð áhersla á sjálfstætt mat nemenda, sem
getur leitt til annarrar niðurstöðu en valdastéttinni er þóknanleg, þá finna
Morgunblaðsmenn sig til knúða að stinga niður penna og rita um pólitísk-
an áróður vinstrisinnaðra kennara í skólum. Þessi viðbrögð falla mætavel
að líkani Habermas, sem lýst er í annarri grein í þessu hefti. Með endur-
bómm síðustu ára á skólalöggjöf landsins og viðleitni af hálfu skóla-
yfirvalda, kennara og annarra til að fylgja þeim endurbótum eftir í skóla-
starfinu sjálfu er stjakað við hinum borgaralega sjálfsskilningi og nánustu
aðstandendur hans hrökkva við, og því fremur sem þeir hafa kannski sjálfir
átt hlut að setningu nýrra laga um skólamál, í nafni lýðræðisins, halelúja!
I viðtalinu í Þjóðviljanum við Jónas Pálsson skólastjóra (14) og í
grein Lofts Guttormssonar kennara (18) sem vitnað var í hér framar er
viðruð sú hugmynd að skólinn hljóti ávallt að styrkja forræði valda-
stéttarinnar, það liggi nánast í eðli hans og að öðru vísi geti það ekki
verið. Jónas Pálsson segir í lok viðtalsins (14):
„Það er líka skoðun mín, nátengd því sem ég hef á mjög brotakenndan hátt
reynt að skýra í þessu rabbi, að það skipti litlu hvað fest er í lögum og
reglugerðum um skóla- og menntamál á Islandi, hvort sem það heita grunn-
skólalög eða eitthvað annað ef ekki verður tekin upp gjörbreytt stefna í
efnahags- og atvinnumálum. Forsendur fyrir áframhaldandi eflingu skóla-
starfs af þeirri gerð sem grunnskólalögin gera ráð fyrir eru ekki fyrir hendi
á meðan ríkjandi stefna í atvinnu- og fjármálum er við lýði hér á landi.
Þess vegna gætum við sem best hætt að þvæla um úrbætur í skólamálum.
Það sem öllu skiptir í dag eru róttækar umbætur í efnahags- og atvinnumál-
um þjóðarinnar."
Hvort sem menn vilja fallast algjörlega á þetta sjónarmið eða ekki er
það greinilegt af blaðaskrifunum að endurbætur á skólastarfinu í anda
nýju grunnskólalaganna hafa leitt til áreksmrs milli fulltrúa endurbót-
anna og fulltrúa þeirra sem vilja varðveita núverandi þjóðfélag óbreytt.
Það er engin tilviljun að þessi áreksmr verður núna. Það stafar af því
að á síðustu árum hafa orðið framfarir í kennsluhátmm og námsefni
skyldustigsins eins og grunnskólalögin frá 1974 gefa tilefni til.
Niðurstöður
Það er ömurlegt hlutverk sem Morgunblaðið hefur valið sér með því
að ráðast á þann hátt sem hér hefur verið lýst að kennurum sem eru að
reyna við erfiðar aðstæður að færa kennsluna í nútímalegt horf, við
333