Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 109
Blaðaskrif um áróður í skólum
nemendum skiljist af eigin raun, að markmið námsins er ekki fyrst og
fremst að tileinka sér viðtekin þekkingaratriði eða sjónarmið, heldur að læra
að umgangast staðreyndir og hugmyndir af heiðarleik, víðsýni og umburðar-
lyndi.“
Um hlutverk kennaranna hafa Morgunblaðsmenn þetta að segja meðal
annars (6):
„Það er einnig fáheyrð framhleypni hjá þeim vinstri sinnuðu kennurum,
sem þannig hugsa, að ætla að það sé í þeirra verkahring að aia unglinga
upp og móta lífsviðhorf þeirra.“
í aðalnámsskrá grunnskóla 1976 segir hins vegar:
„Breyttar aðstæður í þjóðfélaginu leggja skólanum aukið uppeldishlutverk á
herðar."
D) Kröfur um aðgerðir af hálfu yfirvalda og foreldra gegn vinstrisinn-
uðum kennurum.
Nokkrar tilvitnanir í greinar Morgunblaðsmanna:
(5) „Það er skylda skólayfirvalda og kennara að sjá svo um að skólarnir verði ekki
misnotaðir í pólitískum tilgangi. Sinni skólayfirvöld ekki þeirri sjálfsögðu
skyldu, hljóta foreldrar að koma þar til sögunnar."
(12) „Þær þrjár greinar, sem Morgunblaðið birtir í dag, sýna svo ekki verður um
villzt, að í skólakerfinu ríkir tilhneiging til misnotkunar aðstöðu. Morgun-
blaðið hefur varað við þessu og gerir það enn, og krefst þess að yfirvöld
skólamála geri ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir, að tiltölulega fámenn-
um hópi vinstri sinnaðra kennara takist að misnota skólakerfið á þennan
hátt.“
(15) „Þær umræður, sem sprottið hafa af þessum skrifum Morgunblaðsins sýna
hins vegar, að hér er ekki lengur vandamál í uppsiglingu heldur alvarlegur
vandi til staðar, sem taka verður föstum tökum. Og þá kröfu ber ekki ein-
ungis að gera til þeirra embættismanna, sem skipa yfirstjórn menntamála
heldur og einnig til hins pólitíska valds."
Um hvað snýst deilan?
Þegar reynt er að komast að kjarna málsins í þessum umræðum og kanna
um hvað deilan snýst stingur það í augu að Morgunblaðið sniðgengur
algjörlega veigamikið atriði í umræðum kennaranna, þ. e. a. s. að pólitísk
innræting hliðholl valdastéttinni fari fram í skólum landsins. Þessari full-
yrðingu, sem kennararnir rökstyðja og gera góð skil, svarar Morgunblaðið
331