Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar
mark á hugmyndinni um írskt landnám á undan því norska, og er
hennar t. d. að engu getið í hinni nýju Islandssögu Bókmenntafélagsins.
Bókin Vínlandspúnktar byrjar á langri samnefndri grein, sem höfundur
segir í formála að hann hafi samið sér „til hvíldar og hressíngar til að
losna undan eftirhríðum verks sem hafði haldið mér teptum í átján mán-
uði.“ Höfundur tekur fyrst fyrir að athuga frásögn Adams úr Brimum
í Hamborgarhistoríu hans frá árunum 1070—75 af Islandi og af Vín-
landi. Þykir honum íslenskir fræðimenn hafa sinnt því riti of lítið og
kallar þetta tómlæti þeirra sagnfræðilega innanhéraðsstefnu, „sem einatt
verður helsti öfgakend, stundum ofstækisfull“.
Um Island styðst Adam að nokkru leyti við rit fyrri manna um
„Thyle nunc Island“ (Thule nú Island), og tekur þar með af skarið um
skilning á nafninu Thule. En um Vínland vitnar hann til dansks heim-
ildarmanns, Sveins konungs Ulfssonar, sem hann var málkunnugur. Þar
hefur Adam þetta eftir Sveini konungi (þýðing Halldórs úr latneskum
texta Adams): „Að auki sagði hann að enn væri ey fjarlæg í hafi, sú er
kölluð er Vínland, og vex þar vínviðar af sjálfu sér, berandi hinar ágcet-
ustu vínþrúgur. Svo og ósáið korn yfirfljótanlegt...“
Halldór bendir á sterkan svip með skáletruðu klausunni hér á undan
og þeim stað í Eiríks sögu rauða þar sem lýst er landkostum á Vínlandi:
„Váru þar hveitiakrar sjálfsánir ok vínviðr vaxinn“ (Isl. fornr. IV, bls.
211). Halldóri virðist íslenski textinn vera augljós þýðing úr hinum latn-
eska, og samræmist það þeirri skoðun fræðimanna á síðari árum, að ís-
lenskir sagnaritarar, og þá ekki síst sjálfur Ari, hafi verið kunnugir riti
Adams.
Halldór víkur aftur að Vínlandi í ritgjörð sem hann hefur skrifað
seint á sama ári sem Vínlandspúnkta og nefnist Nokkrir hnýsilegir stað-
ir í fornkvæðum (Tímarit Máls og menningar 1970 og Yfirskygðir stað-
ir 1971). Þessi kafli ritgjörðarinnar er um Völuspá, og kemur nánar að
honum hér á eftir. Halldór skrifar svo hér: „Af tilviljun fór ég að hug-
leiða Vínland í vor leið. Þá bar fyrir mig sérkennilegt orðasamband
„ósánir akrar“ í fornum verkum svo óskyldum sem Hamborgarhistoríu
(þe. Gesta Adams úr Brimum), Grænlendingasögu2 og Völuspá. Hálf
virtist örðugt að ímynda sér að völvan hefði lesið Hamborgarhistoríu
2 Réttara: Eiríks sögu, sbr. hér á undan.
278