Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 155
Landnámu í Geitdal vegna þeirrar
miklu skriðu sem vitað er um að hefur
átt sér stað einmitt í Geitdal árið 1185.
Sú skriða hafði samkvæmt Nordal orð-
ið tengd frásögninni um Hrafnkel í
Landnámu, og söguhöfundurinn hafi
fylgt því. (Hér, segir Hofmann, virðist
Nordal „ausnahmsweise“ (24) hafa
hugsað sér munnlega geymd bak við
söguna!) En jafnvel ef sagan er ekki
rituð fyrr en um árið 1300, hlýtur að
áliti Hofmanns skriðan 1185 — þegar
átján menn fórust — að hafa lifað í
manna minnum þar eystra. Það sé lítt
hugsanlegt að þessu slysi hafi verið
ruglað saman við skriðu á landnámsöld
(24—25), a. m. k. ekki á þessum slóð-
um.
Gagnstætt Oskari telur Hofmann
sennilegt að höfundur Hrafnkels sögu
hafi þekkt bæði afbrigði landnámssagn-
arinnar, það sem er í Landnámu og ann-
að beint úr munnlegri geymd. Hann
hafi svo reynt að samræma þau, eins og
miðalda sagnfræðingar voru vanir að
gera í slíkum tilfellum (26), en tekist
miður vel.
4 Annað atriði í sögunni, sem Oskar
sér sem vott um að hún sé byggð á arf-
sögnum, er hlutur Freyfaxa og samband
Hrafnkels við hestinn. Eins og Hof-
mann vísar Oskar hér til ritgerða eftir
þá Knut og Aslak Liest0l, sem birtust
nokkrum árum eftir rit Nordals sem
andmæli við skoðun hans. En Aslak
Liest0l „sýndi fram á að helstu atriði
Freyfaxaminnisins eru samhljóða mörg-
um ævagömlum heimildum um hesta-
dýrkun með indóevrópskum þjóðum"
(33). Knut Liest0l hélt því fram „að
úreltar siðvenjur féllu jafnan í gleymsku
er þær legðust af nema því aðeins að
þær tengdust atvikum eða atburðum sem
Umsagnir um bcekur
lifðu í sögnum". Þannig „hefði hest-
dýrkun úr heiðni naumast getað orðið
mikilvægt atriði í sögu sem sett var sam-
an seint á 13. öld nema munnmcsli
tengd henni hefðu lifað“ (33—34; ská-
letrun mín).
I sambandi við Freyfaxaminnið gerir
Hofmann nokkrar athugasemdir um þá
dýpri merkingu sem það getur hafa haft
á sínum tíma, en sem áreiðanlega hefur
verið glötuð eða misskilin þegar sagan
var rituð. Kannski endurspeglast í
árekstrinum milli Hrafnkels og Sáms
einhverjar andstæður í trúmálum, t. d.
milli Freysdýrkenda og Oðinsdýrkenda?
Og kannski hefur hið einkennilega pynd-
ingaratriði, þegar Hrafnkell og menn
hans eru hengdir upp á hásinunum, ver-
ið liður í einhverri helgiathöfn?
5 En ef við gerum nú ráð fyrir að
bæði frásögnin um atburðinn í Geitdal
og Freyfaxaminnið séu byggð á ein-
hverjum arfsögnum, þá er þetta vita-
skuld fjarri því að vera „saga“ manns.
„Aðalviðburðirnir", sem Nordal talar
um, eru eftir, m. ö. o. allt það sem gerir
söguna að sögu: dráp Einars, Þjóstars-
synirnir frá Vestfjörðum, alþingisdóm-
urinn yfir Hrafnkatli, brottrekstur hans
frá Aðalbóli, uppgangur hans í annari
byggð, dráp Eyvindar, endurheimt Aðal-
bóls og hefnd Hrafnkels á Sámi. En um
þessa atburðarás er engum öðrum heim-
ildum en Hrafnkels sögu til að dreifa.
Oskar verður þá að reyna að rengja
þá staðhæfingu Nordals að þessir aðal-
viðburðir hafi „aldrei gerzt" á svo að
segja óbeinan hátt. Samkvæmt skrá um
hina „göfugustu" eða „stærstu" land-
námsmenn í Landnámu hlýtur Hrafn-
kell að hafa verið „einn af hinum 36 goð-
orðsmönnum sem tóku völd í landinu
þegar allsherjarríki var stofnað, því að
377