Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 93
RáSherravalið 1911
Frá góðum heimildarmanni frjetti eg þann 8. mars, að konungur hefði
fyrir þing látið spyrja Jón Magnússon bæjarfógeta, hvort hann mundi
ekki fáanlegur til þess að gerast ráðherra, ef til kæmi; hverju Jón hefir
svarað veit maður ekki, en líklega mun svar hans hafa hnigið í þá átt,
að sig brysti fylgi til þess að takast þann vanda á hendur; en að þess-
um umleitunum til Jóns Magnússonar munu orðin í grein í Kvöld-Berlingi
27. febr. 1911 (greinin er eptir Odd Hermannsson) lúta, „mellem de
mere besindige og almindelig ansete [og] afholdte Althingsmænd.“
Fyrirspurnir komu á ný frá konungi (þann 7.—8. þ. mán.) til H. Haf-
steins, Hannesar Þorsteinssonar og til Jens Pálssonar (ef til vill) um
flokkaskiptinguna og horfurnar og munu þeir hafa svarað þeim um hæl.
Þann 9. mars las eg nokkrar mánaðarskýrslur sem Bjarni Jónsson
verzlunarráðanaumr hafði sent stjórnarráðinu um starfsemi sína í fyrra
(í okt., nóv., des. 1909); báru þær þess greinilega vott, að maðurinn
hefir ekki verið vaxinn starfa sínum og að fjárveitingunni til hans hefir
verið illa varið. Meira um þær síðar. Ljet eg afrita þær fyrir rannsóknar-
nefndina í e.d.
Loks fjekk eg þann dag að sjá nokkur brjef, sem farið höfðu milli
Forbergs ritsímastjóra og dönsku bankamannanna, sem sendir voru hingað
í fyrra haust til að rannsaka hag Landsbankans. Höfðu bankamenn þess-
ir í brjefi til Forbergs dróttað því að ritsímaþjónunum, var aðdrótmn
þessi síðar ítrekuð í ísafold (sbr. bók mína um bankarannsóknina og
bankamálið m.m.), að einhver þeirra hefði rofið þagnarskyldu sína og
skýrt frá efni skeyta, er þeir hefðu sent til útlanda. í tilefni af brjefi
Forbergs til dönsku bankamannanna, á hverju þeir byggði þessa aðdrótt-
un sína og áskomn frá honum að tilgreina sögumennina, skýrðu þeir
honum loks eptir nokkur brjefa- og símskeytaskipti í brjefi dags. 3. apríl
1910, að þeir hefðu byggt aðdrótmn sína á ummælum Magnúsar Sigurðs-
sonar málaflutningsmanns, sem hefði í óspurðum frjetmm 22. des. 1909
sagt þeim frá sögunni um skeytin, og síðan hefði ráðherra sjálfur sagt
þeim frá sömu sögu 26. des. og árjettað hana með þeim ummælum,
að hún gæti orðið ráðherrastöðu sinni hætmleg. Límr því út fyrir að ráð-
herra hafi sjálfur búið til söguna, og látið Magnús ljúga henni í dönsku
bankamennina, árjettað hana síðan sjálfur í samræðu við þá; en með
sögu þessari hefir hann í mesta máta svívirt landsstofnun, sem hann
samkvæmt embættisskyldu sinni átti að halda verndarhendi yfir.
Þegar Björn Kristjánsson bankastjóri var kvaddur fyrir rannsóknar-
315