Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 148
Tímarit Mals og menningar
unnu sína stærstu sigra vegna þess að sannindi þeirra eru sameiginlegt hags-
munamál allra manna undantekningarlaust. Það græðir enginn á drepsóttum.
Aftur á móti eru til voldugir menn, sem græða á styrjöldum. Og þeir sem
mestu ráða í þjóðfélaginu, græða á fátækt, þeir njóta gæða lífsins... vegna
þess að aðrir eru fátækir, og þess vegna er fátæktinni haldið við og ör-
birgðin rækmð, þrátt fyrir að vísindunum hefur tekist að finna orsök henn-
ar og ráðið til að útrýma henni.“
Ótti manna við rannsóknir á samfélaginu birtist í ýmsum myndum. Það
hefur til dæmis ávallt sætt nokkurri gagnrýni að þjóðfélagsmál séu tekin
til umræðu í skólum. Mönnum stendur smggur af vægðarlausri athugun
á gangverki samfélagsins, og þegar réttmæti viðtekinna hugmynda er
dregið í efa í kennslustofunum eru kennarar iðulega sakaðir um að „mis-
nota aðstöðu sína“. Hins vegar þegja sömu menn oftast þunnu hljóði
um kennslubækur sem draga taum ráðandi hópa.
Augljóst er að þegnar samfélagsins bera ekki allir jafnmikið úr být-
um, en þeir sem betur eru settir hafa tilhneigingu til að koma sér upp
hugmyndakerfum sem réttlæta stöðu þeirra í samfélaginu. Slíkar hug-
myndir eru stundum nefndar hugmyndafrœði (ideologia) á meðal þjóð-
félagsfræðinga, og eru þær oft bein fölsun á því sem í raun og veru á
sér stað. Þjóðfélagsfræðingum er ekki stætt á að ganga slíkum hugmynda-
kerfum á hönd. Þeir geta ekki tekið þátt í slíkri fölsun vegna þess að
hlutverk þeirra er að leiða í ljós sannindi um mannleg samskipti. Þvert
á móti verða þeir að varpa hulunni af hugmyndafræðinni, en slíkt hefur
næstum óhjákvæmilega í för með sér mótbárur af hálfu þeirra sem hafa
hag af að halda henni við.
Kynþáttastefna hvítra manna í Suður-Afríku er áþreifanlegt dæmi um
slíka hugmyndafræði: Látið er í veðri vaka að „aðskilnaður“ svartra og
hvítra sé sameiginlegt hagsmunamál allra íbúa Suður-Afríku, og mikl-
um fjármunum er varið til að renna stoðum undir þessa endaleysu og
gæta þess að menn skyggnist ekki á bak við túlkun stjórnvalda. Rík áhersla
er t. d. lögð á að kennarar í skólum landsins „misnoti ekki aðstöðu sína“,
enda veitir ekki af; því öfgakenndari sem fölsunin er, þeim mun erfiðara
er að gera hana sannfærandi. I rauninni er apartheidstefnan aðferð sem
stjórnvöld nota til að tryggja hvíta fólkinu einhver bestu lífskjör sem
um gemr og skammta blökkumönnum sultarlaun.
Sá skilningur sem hér hefur verið tekinn til umræðu er vitanlega ekki
séreinkenni þjóðfélagsfræðinga eða einkaeign, og hann er heldur ekki
370