Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 148

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 148
Tímarit Mals og menningar unnu sína stærstu sigra vegna þess að sannindi þeirra eru sameiginlegt hags- munamál allra manna undantekningarlaust. Það græðir enginn á drepsóttum. Aftur á móti eru til voldugir menn, sem græða á styrjöldum. Og þeir sem mestu ráða í þjóðfélaginu, græða á fátækt, þeir njóta gæða lífsins... vegna þess að aðrir eru fátækir, og þess vegna er fátæktinni haldið við og ör- birgðin rækmð, þrátt fyrir að vísindunum hefur tekist að finna orsök henn- ar og ráðið til að útrýma henni.“ Ótti manna við rannsóknir á samfélaginu birtist í ýmsum myndum. Það hefur til dæmis ávallt sætt nokkurri gagnrýni að þjóðfélagsmál séu tekin til umræðu í skólum. Mönnum stendur smggur af vægðarlausri athugun á gangverki samfélagsins, og þegar réttmæti viðtekinna hugmynda er dregið í efa í kennslustofunum eru kennarar iðulega sakaðir um að „mis- nota aðstöðu sína“. Hins vegar þegja sömu menn oftast þunnu hljóði um kennslubækur sem draga taum ráðandi hópa. Augljóst er að þegnar samfélagsins bera ekki allir jafnmikið úr být- um, en þeir sem betur eru settir hafa tilhneigingu til að koma sér upp hugmyndakerfum sem réttlæta stöðu þeirra í samfélaginu. Slíkar hug- myndir eru stundum nefndar hugmyndafrœði (ideologia) á meðal þjóð- félagsfræðinga, og eru þær oft bein fölsun á því sem í raun og veru á sér stað. Þjóðfélagsfræðingum er ekki stætt á að ganga slíkum hugmynda- kerfum á hönd. Þeir geta ekki tekið þátt í slíkri fölsun vegna þess að hlutverk þeirra er að leiða í ljós sannindi um mannleg samskipti. Þvert á móti verða þeir að varpa hulunni af hugmyndafræðinni, en slíkt hefur næstum óhjákvæmilega í för með sér mótbárur af hálfu þeirra sem hafa hag af að halda henni við. Kynþáttastefna hvítra manna í Suður-Afríku er áþreifanlegt dæmi um slíka hugmyndafræði: Látið er í veðri vaka að „aðskilnaður“ svartra og hvítra sé sameiginlegt hagsmunamál allra íbúa Suður-Afríku, og mikl- um fjármunum er varið til að renna stoðum undir þessa endaleysu og gæta þess að menn skyggnist ekki á bak við túlkun stjórnvalda. Rík áhersla er t. d. lögð á að kennarar í skólum landsins „misnoti ekki aðstöðu sína“, enda veitir ekki af; því öfgakenndari sem fölsunin er, þeim mun erfiðara er að gera hana sannfærandi. I rauninni er apartheidstefnan aðferð sem stjórnvöld nota til að tryggja hvíta fólkinu einhver bestu lífskjör sem um gemr og skammta blökkumönnum sultarlaun. Sá skilningur sem hér hefur verið tekinn til umræðu er vitanlega ekki séreinkenni þjóðfélagsfræðinga eða einkaeign, og hann er heldur ekki 370
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.