Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 131
Þekkingin er þjóðfélagsafl
ella væri. Það er því ekki að furða að þessar niðurstöður atferlisvísind-
anna hafa mætt mikilli andstöðu ríkjandi stétta, ekki síst í auðvaldsþjóð-
félögum, og hafa því einnig átt erfitt uppdráttar meðal almennings.
Samkvæmt hefðbundnum skilningi valdastétta er kjarni þjóðskipulags-
ins fast og varanlegt (statískt) fyrirbæri svipað og t. d. landslagið í kring-
um okkur. En fjöll og dalir hafa reynst vera sífelldum breytingum undir-
orpin bæði fyrir tilverknað náttúruafla og manna. Og svo er alls ekki
síður um mannlegt samfélag sem tekur bæði á sig ýmsar myndir eftir
því hvar menn eru á hnettinum og er auk þess í sífelldri þróun, ýmist
hægt og sígandi eða með stökkbreytingum.
Eg hygg að valdastéttum vesturlanda hafi til að mynda verið lítil þökk
í rannsóknum mannfræðinga á svokölluðum „frumstœðum þjóðum'.
Þessar rannsóknir leiddu m. a. í ljós að við, sem kennum okkur við
„siðmenningu", getum í raun og veru lært býsna margt af þessum þjóð-
um, t. d. um valdakerfi, jafnrétti kynjanna o. s. frv.
I augum þeirra, sem fara með völdin, er það auk þess stórhættuleg
árátta félagsfræðinga og fleiri slíkra, ekki síst Karls Marx, að fara að
rýna í gerð samfélagsins og framvindu og halda því jafnvel fram að hún
sé ekki sjálfgefin eins og sólargangurinn heldur hlíti hún ákveðnum
lögmálum sem mennirnir geti þó sjálfir haft áhrif á. Afturhaldið hefur
háð harða varnarbaráttu gegn þessum róttæku viðhorfum en þau hafa
samt sem áður náð mikilli útbreiðslu um gervallan heim. Baráttan fyrir
henni hefur þó aðeins að litlu leyti verið háð með penna eða öðrum
vopnum vísinda og þekkingar.
Þótt það horfi kannski yfirleitt í eðli sínu til framfara að fást við
félagsvísindi er hinu ekki að neita að félagsfræðingar eru og hafa verið
allmislitur hópur. M. a. hafa ýmsir þeirra viljað beita fræðum sínum til
að styrkja og varðveita óbreytt ástand í þjóðfélagsmálum. Það er því
harla nömrlegt að sjá að enn eru til menn, a. m. k. í fásinninu á Islandi,
sem berjast leynt og ljóst gegn öllum félagsvísindum sem slíkum, viður-
kenningu þeirra og útbreiðslu.
Vistfrceðin
Ein nýjasta greinin á meiði vísindanna er svonefnd vistfræði sem virðist
ætla að verða ráðandi öflum ekki síður þyrnir í augum en sólmiðjukenn-
ing Kópernikusar, þróunarkenning Darwins, söguleg efnishyggja Marx
og ýmis önnur nýmæli vísindanna fyrr á tímum. Vistfræðin er upprunn-
2 3 tmm
353