Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 166

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 166
Tímarit Máls og menningar íns „aðeins hægt að færa verkamann- inum að utan, þ. e. utan efnahagslegu baráttunnar og utan tengsla verkamanns og atvinnurekanda".1 Og þar sem að mati Leníns „getur ekki verið um að ræða sjálfstæða hugmyndafræði, sprottna út frá verkalýðnum sjálfum, hlýtur spurningin aðeins að vera: borgaraleg eða sósíalísk hugmyndafræði".2 Sjálf- kvæð þróun verkalýðshreyfingarinnar gæti aðeins leitt til undirokunar undir borgaralega hugmyndafræði nema flokknum heppnaðist „að vinna verka- mennina á band byltingarsinnaðra sósíal- demókrata".3 I augum Leníns er flokkurinn sem sagt ekki hluti hinnar vinnandi alþýðu, heldur sérstakt afl sem keppir við borg- arastéttina um hylli verkamanna. Þar sem hann lítur svo á að sjálfsþróun verkamannanna geti aðeins leitt til þess að þeir tileinki sér borgaralega hug- myndafræði, verður flokkurinn að taka upp „baráttu gegn sjálfkvæðinu“3b sem reyndar þýðir ekki annað en það að flokkurinn verði að berjast gegn borg- aralegri hugmyndafræði í verkalýðs- hreyfingunni. Að Lenín skyldi kalla þetta sjálfsagða mál baráttu gegn sjálf- kvæði, er einungis hægt að skilja út frá hinum sérstöku rússnesku aðstæðum, þar sem samfélagsleg skilyrði fyrir öreiga- byltingu voru enn ekki fyrir hendi. En nauðsynin fyrir baráttu gegn borgara- legri hugmyndafræði stafar hins vegar ekki af því að öreigarnir séu ófærir um að þróa sjálfir með sér pólitíska stéttar- vitund. Af marxískum sjónarhóli séð gat hin væntanlega rússneska bylting aðeins orðið borgaraleg bylting, sem fjarlægja mundi hömlur lénsveldisins af auðvalds- þróuninni. Um aldamótin varð ljóst að þróunin í Rússlandi stefndi í átt ti! kapítalisma, og þeirri staðreynd helgaði Lenín bók sína: Þróun kapítalismans í Rússlandi (1899). Með óhjákvæmilegri og vaxandi iðnvæðingu og þróun í átt til kapítalísks landbúnaðar komu upp iðnaðaröreigar og kapítalískur millihóp- ur, sem reyndist í fyrstu ofvaxið að breyta nokkru í hinu afturhalds- og ein- veldissinnaða stjórnarfari. Þrátt fyrir umbætur í landbúnaði og þótt bænda- stéttin yrði hliðholl auðvaldsþróuninni, var landskorturinn áfram knýjandi vandamál og neyð sveitaalþýðunnar knúði á um uppskiptingu stórjarðanna. Hinn stéttskipti meirihluti íbúanna - verkamenn, bændur og borgarar — von- aðist eftir afnámi ríkjandi ástands og gat orðið byltingarsinnaður. Það var við- búið að hin komandi bylting bæri ein- kenni þjóðaruppreisnar. Við þessar að- stæður áleit Lenín það rangt að skoða hreyfingu sósíaldemókrata sem hrein- ræktaða verkalýðshreyfingu eða eins og hann orðaði það: að gera hana að „ein- skærum þjóni verkalýðshreyfingarinn- ar“.4 Að takmarka sig við verkalýðinn og sérstaka hagsmuni hans var að mati hans hið sama og að afsala sér fyrir- fram leiðtogasætinu í hinni væntanlegu byltingu. Að áliti Leníns skyldu sósíaldemókrat- ar, eins og marxistar i byltingunni 1848, snúa sér að öllum uppreisnargjörnum hópum samfélagsins, en þó fyrst og fremst að verkamönnum og bændum. Flokkurinn var þó ekki samrunninn nokkurri stétt, og ef hann greindi sjg ekki frá fjöldanum, gæti hann ekki leikið hlutverk „framvarðarins", taldi Lenín. Þar sem flokkurinn þóttist vera „framvörður byltingarinnar", þurfti hann nauðsynlega að ganga út frá „fram- varðarkenningu“, nefnilega kröfunni um að leiða byltinguna. Til að vera þessa 388
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.