Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 33
William Heinesen: Sögur og sagnfrceöi
inum vegna þess að hann trúi á breytanleika tilverunnar og viðurkenni
ekki að harmleikur geti átt sér stað. Hann ætlar sér að breyta Atalöntu,
en það endar með ósköpum því ást hennar er fyrirbæri sem hann hefur
ekki vald yfir. Astin er eilíft, sjálfstætt afl í tilverunni.
Það er rétt að afstaða sögunnar til Ribolts markast af háði, en það er
ekki vegna trúar hans á breytingu þjóðfélags og manns til hins betra held-
ur vegna þess að hann skortir innsýn í þann veruleika sem hann vill um-
skapa. Þegar á söguna líður er Ribolt margsinnis lýst þannig að fram
kemur að ekki er allt í persónuleika hans í samræmi við yfirlýsta lífs-
skoðun, og þess vegna verður hún ófullnægjandi til að takast á við hin
raunverulegu vandamál. Ribolt er ekki aðeins lýst utan frá heldur lýsir
hann sér einnig sjálfur í hugsunum sínum gagnvart Atalöntu. Afstaða hans
til hennar mótast ekki aðeins af ósk hans að gera hana að nýtum þjóð-
félagsþegni heldur hefur hann einnig ástartilhneigingar til hennar. Þegar
hann sér hana fyrst tekur hann eftir „ljósbrúnum og tópasgulum augum"
hennar, að hún hefur „mjög tígulegan vöxt og höfuðlag“ og „þunnar og
fíngerðar varir“. Seinna, þegar hann hefur sjálfur komist að raun um ást
Atalöntu, kallar hann hana með sjálfum sér „veslings unga óhamingjusama
dýr og smájómfrú“, og í lokin líkir hann henni við mynd Botticellis „Ma-
donna milli syngjandi engla“. Atalanta er falleg og lækninum finnst þægi-
legt að hafa hana nálægt sér og njóta ofurlítið tilbeiðslu hennar. Eiginlega
gegn vilja sínum kemur hann ekki fram við hana eins og manneskju enda
þótt sá sé einmitt tilgangur hans. Hún er í augum hans listaverk, smájóm-
frú, og hann hugsar ekkert um hennar tilkall og þörf fyrir ástúð. Þess
vegna verður ástin óhamingjuafl.
William Heinesen segir þannig ekki skilið við veruleikaskilning efnis-
hyggjunnar, en hann tekur að leggja rækt við aðra þætti veruleikans en
áður. Án þess að hann missi sjónar á félagslegum þáttum tekur hann að
lýsa mannlegum þörfum nánar, t. a. m. þörf fyrir umhyggju, ástarhvötinni,
þörf og þröngvun trúarinnar, þörfinni að sætta sig við tilhugsunina um
dauðann. Mjög fyrirferðarmiklar í síðari sögum Heinesens eru einnig lýs-
ingar á skynjun barns á umheiminum, ekki síst á kynþroskaskeiði, þegar
einmitt ást, kynhvöt, trú og dauði eru í brennidepli.
Þessi breyting í sagnagerð Heinesens á sér áreiðanlega margþættar for-
sendur. Vafalaust hafa almennar þjóðfélagslegar og efnahagslegar breyt-
ingar í hinum vestræna heimi gert það að verkum að þjóðfélagsádeila
hefur ekki leitað eins á hann og áður. Nátengdur þessu er sá andkommún-
255