Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 95
Ráðherravalið 1911
En ekki mun Skúli eða hans menn hafa sparað að gefa mönnum þeim
er fúsir væru til fylgdar við hann góð fyrirheit fyrir fylgi og gullnar
vonir; þannig var það í kyrþey áskilið, að Jón Þorkelsson skjalavörður
skyldi verða prófessor við hinn íslenska háskóla, þegar hann kæmist á
laggirnar, og Guðbrandur sonur hans skyldi fá skjalavarðarembætri föður
síns, Ari Jónsson skyldi verða forstöðumaður fasteignaveðsbanka, er stofna
skyldi, Bjarni Jónsson rektor við menntaskólann, Benedikt Sveinsson
bankaráðsmaður Islandsbanka o. s. frv. Hannesi Þorsteinssyni var undir
hendinni nokkru áður boðið dósentembætti við hinn fyrirhugaða háskóla
og 1250 kr. á ári til ritstarfa, en hann vildi ekki þekkjast það boð, og
mun hafa skoðað það sem óvirðing sjer sýnda og mútunartilraun. Mundi
Jugurthu, ef hann hefði verið staddur hjer, ekki hafa orðið eitthvað líkt
að orði og Sallustius kveður hann hafa sagt um Róm, að þessi borg, eða í
þessu sambandi meiri hlutinn á alþingi Islendinga 1911 væri falur, ef
einhver vildi kaupa hann.
Sunnudaginn þ. 12. mars símuðu þeir Hannes Þorsteinsson og Klemens
Jónsson landritari, hinn síðarnefndi í vitorði með Olafi Briem, konungi
um flokkaskiptinguna á þingi (Kristján Jónsson væri studdur af 21
þingmanni, Skúli af 19, að þeim báðum tveim meðtöldum). Skúli hafði
og símað konungi um flokkaskiptinguna, en áður spurði hann Hannes
Þorsteinsson í talsíma, hvort hann vildi ekki verða sá 21., því Skúli mun
telja sjer Sigurð Sigurðsson, af því að Sigurður hafði sagt í morgun í
viðurvist tveggja flokksmanna að hann mundi ekki gefa Skúla vantrausts-
yfirlýsingu á þessu þingi, en Hannes synjaði Skúla enn á ný um allt fylgi.
Heimastjórnarflokkurinn á þingi hefir samið við Kristján Jónsson, svo
framarlega sem hann yrði ráðherra, um fylgi hans í ýmsum flokksmál-
um, sumt er skriflegt af hans hendi, en mjer er það enn sem komið er
ekki svo kunnugt, að eg geti greint frá því fyrir víst. Brjef Kr. Jónssonar
til Heimastjórnarflokksins er geymt í peningaskáp formanns flokksins,
L. H. Bjarnason.
Mánudaginn þ. 13. mars var fundur haldinn í efri deild kl. 1. Fyrsta
mál á dagskrá var innsetning Kr. Jónssonar í gæslustjórastöðuna. Fram-
sögum. nefndarálits meiri hlutans var L. H. Bjarnason. En hann fjekk
ekki orðið fyr en Björn ráðherra var búinn að tala tvisvar og Kr. Jónsson
einu sinni. Björn Jónsson rjeðist með miklum ákafa og óþvegnum orðum
að Kr. Jónssyni og Kr. Jónsson svaraði honum aptur með töluverðum
hita. Þá hreytti og Björn Jónsson nokkrum hnýfilyrðum og getsökum að
317