Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 21
Viðtal vtð William Heinesen
furðulegan hátt rammur hversdagsleikinn og óbeislaðar ímyndanir.
Hún kom út 1952, og eftir það verður aftur langt hlé á ritstörfum
mínum. Um það bil fimm ár. A þeim tíma skrifaði ég lítið, en málaði
aftur á móti fjölda mynda. Meðal annars fékk ég það verkefni að mynd-
skreyta forsalinn í nýja barnaskólanum í Þórshöfn, það urðu margar góðar
myndir, teiknaðar á mjög einfaldan hátt til að skírskota til barnanna.
Efniviðurinn var sóttur til fornra færeyskra dansa. Eg hófst handa við þetta
verk af miklum áhuga og naut hjálpar Zachariasar, næstelsta sonar míns,
sem er afkastamikill myndlistarmaður.
Ahugi fyrir málaralist — og myndlist yfirleitt — er óhemju mikill hér
í Færeyjum um þessar mundir og við eigum marga ágæta nútímamálara
og teiknara. Nokkrir af ungum listamönnum okkar eru sjálfmenntaðir,
aðrir hafa hlotið menntun sína á listakademíunni í Kaupmannahöfn, og
Lögþing Færeyja veitir einnig myndarlega styrki til menntunar ungra lista-
manna og til að kaupa verk þeirra á færeyska listasafnið. Sjálfur er ég
sjálfmenntaður málari þó að ég hafi málað og teiknað allt mitt líf, en
sonur minn er menntaður á Islandi og á akademíunni í Kaupmannahöfn.
Eftir þetta fimm ára hlé tók ég afmr til við bókmenntastörf. Arið 1957
kom út smásagnasafnið / töfrabirtu, og síðan hefur hvað rekið annað,
skáldsögur, smásögur og ljóð eins og fram kemur í upptalningunni hér að
framan.
Hans Kirk
— Við Hans Kirk hitmmst fyrst þegar við vorum ungir — sáumst að-
eins við og við — en 1947 kom hann hingað til Þórshafnar ásamt konu
sinni, og hér fengum við gott tækifæri til að vera saman.
Ég held að ég dái Kirk mest allra þeirra manna sem ég hef kynnst.
Það er einkennilegt að sem ég sit hér og reyni að orða hvað ég hafi dáð
svo mjög í fari hans, þá vefst mér mnga um tönn. Það er svo lítið sagt
þó að maður kalli hann heilsteypta persónu, óspilltan, vandaðan, réttsýnan
eða öðrum undarlegum orðaleppum úr minningargreinum. Kirk var marg-
þættur og lifandi persónuleiki og ekkert mannlegt var honum óviðkom-
andi. Hann var mjög yfirvegaður og ákaflega lærður, en alþýðumaður í
framkomu og öllum lífsháttum. Hann var mjög gagnrýninn á sjálfan sig
'— og mjög næmur og umburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra.
243