Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 91
Ráðherravalið 1911
er líklegt, að þeir hafi svarað eitthvað á þá leið, að enn sem komið væri
treysti þeir sjer ekki til að benda á nokkurn mann og væri verið að
bræða það innan flokkanna á þinginu.
Þegar Hannes Hafstein fjekk skeytið frá konungi með fyrirspurn um
horfurnar komst hann í sjöunda himin. Fór hann þá út til formanns
Heimastjórnarflokksins L. H. Bjarnasonar og vildi að flokkurinn benti
strax á landritara, sem skyldi gegna ráðherrastörfum þar til kosningar
væri um garð gengar. Þó sljákkaði töluvert í honum, þegar Lárus tjáði
honum, að konungur hefði einnig sent Kristjáni og Skúla fyrirspurn. A
flokksfundi á mánudagsmorguninn vildi H. H. að Heimastjórnarflokkur
benti á Jón Magnússon sem ráðherraefni; en eptir tillögu L. H. Bjarna-
sonar var afráðið að leggja ekkert til um ráðherraútnefningu að svo
komnu, heldur láta meiri hlutann um það, og ríða ofan á milli meiri
og minni hluta hans, þegar fyrirsjáanlegt væri, að þeir gæti ekki komið
sjer saman um ráðherra.
Laugardaginn þ. 25. febrúar kom H. H. til Þorleifs Bjarnasonar á
götu og mæltist til þess, að hann sendi Jóni Sveinbjörnssyni cand. jur.
símskeyti um pólitísku horfurnar, er Jón flytti síðan konungi eða kabinet-
sekretæra hans.2 En Þorleifur mæltist undan því og sagði að minni hlut-
inn mundi hafa ófrægð af því, ef það vitnaðist, og sakir stæðu nú að
sínu áliti þannig, að minni hlutinn ætti að svo komnu ekki að leggja
neitt til málanna.
Sjálfstœðismenn þcefa um ráðherraefni
Af rannsóknarnefnd efrideildar
Guðm. Eggerz sýslumaður sagði mjer eptir Bjarna alþingismanni Jóns-
syni og síra Sigurði Gunnarssyni að á fundi sjálfstæðismanna 13. febrúar
hefði 11 sjálfstæðismenn greitt atkvæði mót ráðherra, þegar tilrætt var
um hvort flokkurinn ætti að skipta um ráðherra eða ekki, 9 með hon-
um og tveir seðlar verið blankir. Sömuleiðis sagði hann, að sparkliðið
mundi koma sjer saman um Skúla sem ráðherraefni en subsidiært áskilja
að ráðherra yrði tekinn úr þeim flokkinum; sjá hjer vottorð Sigurðar
Stefánssonar birt í Isafold.
Sunnudaginn þann 4. mars sagði Jón frá Múla mjer að ráðherra hefði
2 J. Sv. síðar konungsritari, var aðstoðarmaður í danska fjármálaráðuneytinu og
trúnaðarmaður konungs 1906—18.
313