Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 143
Valdið og vitneskjan
Okkur er ekki tamt að hugleiða þetta samband í daglegu amstri. Við vit-
um reyndar fullvel að sjálf tökum við mikilvægar ákvarðanir sem móta líf
okkar síðar meir, en við veltum því sjaldan fyrir okkur að hvaða leyti
samfélagið semr þeim skorður eða hvaða áhrif slíkar ákvarðanir hafa á
framvindu samfélagsins. Þegar við leitum skýringa á því hvernig sam-
borgarar okkar hegða sér finnum við skýringunum vanalega stað í ein-
staklingnum sjálfum. Og við veitum þeirri staðreynd sjaldan athygli að
æviferill einstaklingsins mótast að ákaflega miklu leyti af því umhverfi
sem elur hann. Síðustu eitt hundrað ár eða svo hafa nánast öll samfélög
á jörðinni tengst í eitt heimskerfi, þannig að saga heimsins orkar á líf
hvers einasta manns. Engu að síður telja margir sér trú um að einkalíf
þeirra sé óháð því sem fram vindur í heiminum.
Skilningur samfélagsfræðinnar auðveldar okkur að glöggva okkur á
samhenginu á milli samfélagsins og sálarlífs einstaklingsins, og slíkur
skilningur er aðalsmerki allra helstu frumkvöðla félagsvísindanna, eins
og bandaríkjamaðurinn C. Wright Mills bendir t. d. á í bók sinni The
Sociological Imagination.
Þegar menn tileinka sér skilning samfélagsfræðinnar sjá þeir sjálfa sig
og umhverfi sitt í nýju ljósi. Það er eins og þeir vakni skyndilega til
meðvitundar um það umhverfi sem þeir þótmst þekkja til fulls. Þeim
finnst eins og þeir geti betur áttað sig á því sem er að gerast og eigi
auðveldara með að taka ákvörðun um hvað beri að gera. Slíkri hugljóm-
un hefur Þórbergur Þórðarson lýst á eftirminnilegan hátt:
„Ég hafði reikað sljór og áhugalaus langt fyrir utan ys og þys stjórn-
málanna. Aðeins þeir, sem létu mig vinna kabyssuverk eða bera kol eða
hakka möl í grús, voru andstæðingar mínir. Allir hinir voru mér óvið-
komandi. Ég hafði aldrei komist upp á að líta á þá sem óvini. Góði
maðurinn, sem lagði allt í sölurnar til að bjarga sjálfstæði þjóðarinnar
og sagði æfinlega sannleikann um atkvæðagreiðsiuna í ríkisráði dana, hann
skipti mig jafnlitlu máli og sluddmennið, sem ég sá síðar, að selt hafði
sannfæringu sína í því skyni að svíkja af þjóðinni sjálfstæði hennar og
var síljúgandi um atkvæðagreiðsluna í ríkisráðinu. Ég hafði jafnmikla
samúð með svínaríinu og drenglyndum dáðum. Mér var allt jafnheilagt,
eins og meisturunum austur í Tíbet.
En nú fann ég allt í einu breytingu á mér. Nú sá ég forherta óvini,
siðspillt svín, spretta upp á annarri hverri götuskonsu höfuðstaðarins. Innan
um allan þennan lastafulla óþjóðalýð hafði ég gengið grandalaus í hálft
fjórða ár. Aldrei haft hugboð um, að hann væri til. Aldrei hvarflað að
365