Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 112
Tímarit Máls og menningar
hæfi þjóðfélags er einkennist einkum af örum breytingum á flestum
sviðum. Þeir nemendur, sem nú stunda nám í skólum landsins, eiga eft-
ir að vinna ævistarf sitt að mestu leyti á 21. öldinni og af því verður að
taka mið í skólastarfinu ef skólagangan á að koma þeim að gagni.
Þótt nokkuð hafi miðað á síðusm ámm er mikið verk óunnið í endur-
bómm á námsefni skyldustigsins, sem víða innrætir kynferðisfordóma,
þjóðrembing o. fl. og elur á ónákvæmni og gagnrýnisleysi, auk óbeinn-
ar innrætingar í þeim skilningi að ekki er fjallað um veigamikil atriði
í mannkynssögunni og nútímanum, svo sem líf og kjör láglaunafólks.
A undanförnum árum hefur mönnum orðið tíðrætt um svokallaðan
skólaleiða. Ur ýmsum átmm heyrist að skólaleiði unglinga stafi hrein-
lega af of langri skólagöngu þeirra. Aðrar raddir, einkum kennara, um
orsakir skólaleiðans og um hugmyndir til úrbóta hafa lítinn hljómgrunn
hlotið hjá almenningi og yfirvöldum. Þessar raddir hafa bent á að skól-
inn verður að laga sig að breyttu þjóðfélagi, laga sig að nemendum og
búa þá undir að mæta nýjum og nýjum aðstæðum á lífsferli sínum. Það
verður helst gert með því að tengja kennslu í hvaða grein sem er við
umhverfi og áhugasvið nemenda þannig að þeir verði þátttakendur en
ekki sífellt þiggjendur eða þolendur. I skólanum fer óneitanlega fram
uppeldi og þess vegna verður aldrei komist hjá ákveðnu aðhaldi þar.
Uppeldi er m. a. aðlögun að þeirri menningu sem barnið lifir í. Þar með
er ekki sagt að skólinn þurfi að vera leiðinlegur, enda þykja sumir skól-
ar skemmtilegir. En ítroðsluskóli eftir forskrift Morgunblaðsins, þar sem
troðið er í nemendur „haldgóðum upplýsingum um staðreyndir“, hlýmr
að vera hundleiðinlegur.
Að lokum viljum við draga saman meginatriðin í deilu kennaranna
og Morgunblaðsmanna. Framkvæmd á nýrri skólalöggjöf, sem leggur
áherslu á sjálfstæða hugsun nemenda, og kennslu, sem býr nemendur
undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, hefur vakið upp ótta hjá valda-
stéttinni við að slíkt skólastarf muni grafa undan völdum hennar og
forréttindum, ýta undir nýtt gildismat og leiða til gagngerra breytinga
á þeirri þjóðfélagsgerð sem nú er við lýði á Islandi. Hér rekast á and-
stæð viðhorf, annars vegar hagsmunir eða óskir ráðandi valdastéttar um
óbreytt þjóðfélag og hins vegar þróun skólamála í átt til aukins lýðræðis.
Þessar andstæður virðast vera ósættanlegar. Sé það rétt hlýmr barátmnni
að ljúka með því að annað viðhorfið verði ofan á, og í þeirri barátm
gemr enginn verið hlutlaus.
334