Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 13
Viðtal við William Heinesen
Það var í upphafi aldarinnar og bærinn var þá auðvitað miklu minni
en nú. Ibúatalan var ekki nema 2—3000, svo að þetta var bara lítið þorp,
mjög forneskjulegt, húsin tjörguð, með torfþökum, þröng og brött öng-
stræti — hér var hvorki ritsími, talsími né rafmagnsljós og lífið bar að
mörgu leyti allt að því miðaldasvip. Fólkið klæddist fornnorrænum vað-
málskápum sem eru svolítið notaðar enn, það gekk á skinnskóm og með
topphúfur. Flestir voru fátækir og höfðu ofan af fyrir sér með sjósókn
og saltfiskverkun sem þá var að byrja — en þetta voru ötulir jarðyrkju-
menn, sléttuðu og ræktuðu rýrar móheiðarnar umhverfis bæinn og breyttu
þeim í fegurstu beitilönd.
Þegar ég hugsa aftur til bernsku minnar finn ég alltaf fyrst og fremst
angan í vimm af móreyk og heyi. Endur, hænsni, ær og geitur gengu
óáreitt um göturnar og kýrnar bauluðu við úthagahliðin á hverju sumar-
kvöldi.
En á vemrna var auðvitað allt öðru vísi um að litast. Þórshöfn horfir
beint við opnu hafi og brimbrjótar þekkmst þá ekki. Þegar óveður stóðu
af suðri var allur bærinn þakinn samfelldri drífu af brimi og löðri og fyrir
kom að skip rak á land og lömdust sundur, svo að segja undir gluggum
húsanna.
— Faðir minn var sonur svokallaðs óðalsbónda í litlu byggðinni B0
á Vogey. A unglingsárum sínum var hann í siglingum á norskum og fær-
eyskum skipum og kom undir aldamótin til Þórshafnar til að fara á stýri-
mannaskóla og taka skipstjórapróf. En hér hitti hann móður mína sem
var kaupmannsdóttir, og eftir að faðir hennar dó tók hann við rekstri
verslunarinnar og settist hér að.
Hann var óskaplegur kraftajömnn. Þegar hann fór að kveikja upp á
morgnana, þá klauf hann ekki eldivið á sómasamlegan hátt eins og annað
fólk, heldur stappaði hann uppskipunarkassa sundur og saman af hjartans
lyst. Hann söng mjög oft, var næsmm sísyngjandi. Gamlar vísur og skop-
kvæði og oft líka sálma. Hann hafði afskaplega gaman af löngum fjalla-
ferðum og sundi, og strax í bernsku veltumst við strákarnir úti á æstum
öldum þar sem hann synti með okkur á bakinu eða lék að hann væri að
bjarga okkur frá drukknun.
Kaupmannshöndlunin efldist mjög í höndum hans og hann varð smám
saman eigandi margra fiskiskipa. Og formaður bankaráðsins — það þótti
mjög fínt. Loks komst hann svo hátt í metorðastiganum að honum gafst
kosmr á að hafna tilboði um að gerast ítalskur konsúll. Hann nennti því
235