Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 67
List og þrívídd
er kannski skyld þessu, ákveðin afstaða þykktar forms til annarrar þykkt-
ar, ákveðin hreyfing eins hlutar til eða frá öðrum, eða samröðun líkra
hluta gegnt ólíkum, heild gegn sundrungu, o. s. frv. Svona vinnubrögð
þurfa ekki að vera geld, en mega vera geld listarinnar vegna því listin
spyr ekki um hugarástand skapandans eða njótandans. Ljótt eða fagurt,
hvaða hugtök eru það? Þau skipta engu, listin er hlutlaus.
Þið haldið áfram för ykkar, úr einum salnum í annan og alltaf ber eitt-
hvað fyrir sjónir. Nú er allt hvítmálað og sótthreinsað eins og á skurðstofu,
nema hvað hér vantar skurðarborðið og tengurnar og sáragrisjurnar. En á
krókum upp við vegg hangir þrifleg gylta og horfir tryllingslega á ykkur.
Er þetta list, segir þú og bendir á gyltuna.
Lifandi efni í listaverk, hold og blóð.
Hvað um tilfinningar skepnunnar?
Auðvitað finnur hún til sem snöggvast, svo er það búið.
Þá ganga tveir naktir unglingar í salinn og heldur stúlkan á sveðju.
Gyltan rekur upp öskur og spennist á krókunum. Pilturinn sest á gólfið
undir henni, hátíðlegur á svip. Stúlkan er ekki síður settleg, setur sig í stell-
ingar og mundar hnífinn. Hún tekur snöggt viðbragð og sprettir upp
kviðnum á gyltunni og innvolsið hrynur niður á lagsmann hennar.
Þú þurrkar blóðslettu úr andlitinu. Gyltan öskrar og engist fyrir framan
þig. Stúlkan hrærir í gumsinu og hagræðir því eftir kúnstarinnar reglum
út á gólfið. Konan togar í þig og þið yfirgefið þetta musteri.
Þið komið nú inn í svefnhús sem er skipt í tvennt með litum, öðrum
megin er allt blátt, hinum megin bleikt. Og litirnir skerast um rúmið. A
bláa helmingnum liggur maður á bakinu og horfir brostnum augum upp
í loftið en gegnt honum rís kona upp við dogg og teygir fram munninn
að eyra mannsins.
Þið gangið framhjá þessum hjúum inn um aðrar dyr og þar er allt hvítt
og tómt nema gifsklumpur sem hangir á vírum neðan úr loftinu.
Hvað er þetta, segir þú.
Það sem Nefertíti hvíslaði að Alexander mikla á koddanum!1
Þetta hefur enga táknræna lögun, ég er engu nær um hvíslið.
Ætli Alexander skilji það nokkuð frekar.
Þetta er kannski þungi orðanna?
Hljómur í föstu formi?
1 Verk eftir Magnús Pálsson.
1 o tmsi
289