Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 81
Shakespeare á meðal vor
Allir sem ritað hafa um Hamlet á vorri tíð (H. Granville-Barker, F.
Fergusson, J. Paris) hafa leitt Fortinbras fram á forsviðið. Að ritsmíðinni
til er Hamlet leikrit um samsvörun aðstæðna, kerfi af skuggsjám, þar sem
sama viðfangsefnið speglar til skiptis harm, viðkvæmni, spott og hláleik:
þrír synir sem misst hafa föður sinn hver af öðrum, eða sturlun Hamlets
og Ofelíu. Sé sjónarmið sögunnar látið mestu ráða, er Hamlet leikrit um
vald og erfðir. I fyrsta lagi er Fortinbras „tvífari“ Hamlets, „alter ego“,
„miðill“. I öðru lagi er hann erfingi krúnunnar í Danmörku; sá maður
sem rofið hefur vítahring morða og hefnda, sá sem að nýju hefur komið
á skipan í Danaveldi. Þá skipan má kalla, hvort heldur er, endurreisn laga
og siðgæðis, eða „die neue Ordnung in Europa“. Leikslokin hafa verið
túlkuð á báða vegu. Því kjósi menn að setja hin siðferðilegu átök í Hamlet
í sögulegt samhengi, hvort heldur renisanskt eða nútízkt, má ekki gleyma
því hlutverki sem Fortinbras leikur.
Vandkvæðin eru þau, að í leikritinu er mynd Fortinbrasar aðeins laus-
lega dregin. A sviðinu birtist hann ekki nema tvisvar: fyrra skiptið í fjórða
þætti, þegar hann og hersveitir hans eru á leið til Póllands; síðara skiptið
þegar hann kemur að krefjast valda eftir blóðbaðið mikla. En Fortinbras
ungi er nefndur hvað eftir annað. Faðir hans féll í einvígi við föður
Hamlets. Feður allra ungmennanna í þessum leik — Hamlets, Laertesar
og Ofelíu — hafa verið myrtir. Ahorfendur missa þráðinn, þegar rekja skal
sögu Fortinbrasar unga. I upphafi leiksins kemur fram, að hann vill leggja
í styrjöld við Dani; þá berst hann við Pólverja um landskika sem naumast
er eignar verður; að lokum birtist hann á Helsingjaeyri. Það er hann sem
mælir lokaorð þessa hroðalega leiks.
Hver er þessi ungi norski prins? Það veit enginn. Shakespeare lætur
það ekki uppi. Hvað táknar hann? Blind örlög, algera firru heimsins, eða
sigur réttlætisins? Shakespearesfræðingar hafa gert skil sérhverri þessari
túlkun til skiptis. Leikstjórinn verður að skera úr. Fortinbras er ungur,
hrausmr og glaðvær strákur. Þegar hann kemur að, heldur hann ræðu,
eitthvað á þessa leið: „Farið burt með þessi lík. Hamlet var vænn piltur,
en hann er dauður. Nú á ég að verða kóngur ykkar, ég man það núna,
það vill svo til ég á hér nokkurn rétt til valda.“ Svo brosir hann og er
hinn ánægðasti með sjálfan sig.
Mikill harmleikur er á enda. Menn börðust, gerðu samsæri, drápu hver
annan, frömdu glæpi af ást, og gengu af vitinu af ást. Menn mæltu furðu-
leg orð um lífið, dauðann og mannleg örlög. Menn lögðu snömr hver
303