Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 168
Tímarit Máls og menningar
sjálfkvæðið sem slíkt, heldur þann bylt-
ingarsinnaða ferskleika sem stafa myndi
af sjálfstæðu frumkvæði öreiganna og
unnið gæti gegn niðurdrepandi áhrifum
hinnar opinberu verkalýðshteyfingar.
Krafa Leníns um allsherjar miðstýringu
í flokksskipulaginu, sem dró dám af
auðskipulaginu, mætti engum skilningi
þar sem miðstýring verkalýðssamtakanna
var þegar orðin stéttarbaráttu öreiganna
fjötur um fót.
Skipulagsgrundvöllur Leníns hafði
þegar á öðru flokksþingi rússneska sósí-
aldemókrataflokksins leitt til klofnings.
Þegar „sambandssinnar" (die „Bundist-
en“) gengu af þingi, fengu áhangendur
Leníns af tilviljun meirihluta og gáfu
sér nafn samkvæmt því, þ. e. meirihlut-
inn (bolsévikar) en minnihlutinn var
síðan nefndur mensévikar. Þegar stefnu-
skrártillögu Leníns var hafnað, leit hann
á það sem enn eina sönnun þess hve
hentistefnan breiddist út í hreyfingu
rússneskra sem annarra sósíalista. Af
hörku varði hann afstöðu sína sem hina
einu sönnu byltingarsinnuðu afstöðu,5
og baráttan meðal rússneskra sósíal-
demókrata breiddist út til hreyfingar-
innar í Vesturevrópu.
Sem formælandi vinstri arms þýskra
sósíaldemókrata hafði Rósa Lúxemburg
eins og Lenín sagt hentistefnunni stríð
á hendur. Hún áleit þó ekki að „hægt
væri að halda henni (þ. e. hentistefn-
unni) utan verkalýðshreyfingarinnat
með lagaákvæði um skipulag“.° Þótt
hún væri talsmaður einingarsamtaka,
sem gætu gert ákveðnar pólitískar að-
gerðir fjöldans mögulegar, átti það að
hennar mati ekkert skylt við það skipu-
lagsform þar sem „miðstjórnin er hinn
eiginlegi virki kjarni flokksins og allar
aðrar stofnanir eru aðeins verkfæri í
höndum hennar“.7 Þvert á móti yrðu
verkamennirnir sjálfir að læra að
ákvarða og framkvæma, jafnvel þótt það
hefði mörg mistök í för með sér. „Mis-
tök, sem raunverulega byltingarsinnuð
verkalýðshreyfing fremur, eru sögulega
séð ómælanlega frjórri og meira virði
en óskeikulleiki hinnar allra beztu mið-
stjórnar."8
Rússneska byltingin
Sé litið á hversu veikburða sósíalísk
hreyfing í Rússlandi var, sést hve deil-
an um byltingarsamtökin, þ. e. lýðræðis-
legan fjöldaflokk eða miðstýrðan fá-
mennisflokk, snerti raunveruleikann lít-
ið. Byltingin, sem braust út 1905 þrátt
fyrir skipulagsleysi verkalýðsins, mótaði
sjálf skipulagsform sín í sjálfsprottnum
aðgerðanefndum og verkamannaráðum
(sovétum). Ráðin litu á sig sem tíma-
bundnar stofnanir til að knýja í gegn
kröfur um laun og vinnuskilyrði og
jafnframt hina almennu pólitísku kröfu
um stjórnlagaþing. Með ósigri bylting-
arinnar voru ráðin úr sögunni fram að
byltingunni 1917.
Rússnesku fjöldaverkföllin og ráðin
sem spruttu upp í þeim (ásamt nánu
sambandi þeirra og pólitískra krafna)
neyddu Lenín til að setja sig inn í þetta
nýja fyrirbæri byltingarhreyfingarinnar.
Hann leit á ráðin, skipuð fulltrúum
verkalýðs, sem „tceki hinnar beinu stétta-
baráttu. Þau urðu til sem tæki verk-
fallsbaráttunnar. Nauðsyn krafði mjög
snemma að þau yrðu að tækjum hinnar
almennu byltingarbaráttu gegn stjórn-
inni. I rás atburðanna, í umskiptunum
frá verkfalli til uppreisnar, breyttust þau
í uppreisnartæki án þess að rönd yrði
við reist (...). Það var ekki fyrir ein-
hverja kenningu eða ákall einhvers eða
baráttuaðferð, sem einhver hafði upp-
götvað, né heldur einhverja flokkslega
390