Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 106
Tímarit Máls og menningar
Kennararnir vísa í greinum sínum oft til ákvæða í lögum, reglugerðum
og námsskrám um markmið og leiðir í skólastarfinu og verða hér tekin
dæmi um slík ákvæði fyrir grunnskóla.
Lög um grunnskóla 1974; upphaf 2. greinar:
„Hlutverk grunnskólans er, í samvinnu við heimilin, að búa nemendur undir
iíf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans
skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu sam-
starfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á mann-
legum kjörum og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum
og skyldum einstaklingsins við samfélagið."
Ur Aðalnámsskrá grunnskóla 1976:
„Skólastarfið á að tengjast lífi nemenda utan skólans. Samskipti skólans við
umhverfi sitt hafa verið veikari en efni standa til. Námið er of bundið
skólastofunni og of sjaldan farið á vettvang til að safna efni og upplýsing-
um og viða að sér reynslu. Efni sem eru ofarlega á baugi með þjóðinni
eða hjá nemendahópnum má oft nýta til að ná þeim markmiðum sem sett
eru í hinum ýmsu námsgreinum. Kennarar þurfa jafnan að meta hvenær
ætla má að hagkvæmara sé að nota slíkt efni fremur en námsefni í bók eða
á blaði.“
Greinar Morgunblaðsmanna
Morgunblaðsmenn leggja megináherslu á fjögur atriði:
A) Fullyrðingar um pólitískan áróður vinstrisinnaðra kennara í skólum.
Nokkrar tilvitnanir í greinar Morgunblaðsmanna:
(5) „Bersýnilegt er, að það er markmið einhvers hóps vinstri sinnaðra öfgamanna
að hefja skipulagsbundinn áróður í skólum landsins. Sá pólitíski áróður hef-
ur verið rekinn með ýmsum hætti bæði í félagsfræðikennslu og ekki síður
í bókmenntakennslu, þar sem sá háttur er hafður á, að helzt eru ekki nefnd
önnur skáld og rithöfundar en kommúnistum eru þóknanleg."
(6) „Fyrir skömmu var fjallað í forysmgrein Morgunblaðsins um þá staðreynd,
að vinstri sinnar í kennaraliði framhaldsskólanna hér á landi gerast stöðugt
djarfari í tilraunum til þess að misnota aðstöðu sína og hafa uppi pólitískan
áróður yfir nemendum."
(12) „Uppljóstrun Arnar Olafssonar um það, hvernig bókmenntakennsla er notuð
til þess að draga fram hlut vinstri sinnaðra rithöfunda eins og Thors Vil-
hjálmssonar, Guðbergs Bergssonar og Svövu Jakobsdóttur er hin merkasta.
328
V