Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 86
Tímarit Máls og menningar
Þegar ég kom heim var mér sagt, að drengurinn hefði neitað að hleypa
nokkrum inn til sín.
„Þið megið ekki koma inn,“ sagði hann, „þið getið smitast.“
Ég fór upp til hans og hann var í nákvæmlega sömu stellingum og þegar
ég fór frá honum, náfölur í framan, hitasóttin hafði hleypt smároða í kinn-
arnar. Hann starði á fótagaflinn, eins og hann hafði gert um morguninn.
Ég mældi hann.
„Hvað er hitinn?“
„Hann er eitthvað um hundrað," sagði ég. Hann var hundrað og tvær
gráður og fjórar kommur.
„Hann var hundrað og tvær,“ sagði hann.
„Hver sagði það?“
„Læknirinn.“
„Það er allt í lagi með hitann í þér,“ sagði ég. „Þú þarft ekki að hafa
áhyggjur af honum.“
„Ég hef engar áhyggjur,“ sagði hann, „en ég get ekki hætt að hugsa.“
„Hætm að grufla,“ sagði ég. „Vertu bara rólegur.“
„Ég er rólegur,“ sagði hann og hélt áfram að stara fram fyrir sig.
Það var auðséð, að hann tók á öllu, sem hann átti, út af einhverju.
„Drekktu vatn á eftir þessu.“
„Heldurðu það geri mér eitthvað gott?“
„Auðvitað."
Ég settist og opnaði Sjóræningjabókina og hélt áfram að lesa, en ég sá
að hann fylgdist ekki með, svo ég hætti að lesa.
„Klukkan hvað heldurðu að ég deyi?“ spurði hann.
„Hvað ertu að segja?“
„Hvað er langt þangað til ég dey?“
„Þú ert ekki að deyja, hvað er eiginlega að þér?“
„Jú, víst. Ég heyrði hann segja ég væri með hundrað og tvær.“
„Fólk deyr ekki af hundrað og tveggja gráðu hita. Hvaða vitleysis-tal
er þetta?“
„Víst, ég veit það. Strákarnir í skólanum í Frakklandi sögðu mér, að
maður gæti ekki lifað með fjörutíu og fjögra gráðu hita. Ég er með hundr-
að og tvær.“
Hann hafði beðið eftir dauðanum allan daginn, frá því klukkan níu um
morguninn.
„Aumingja Schatz,“ sagði ég. „Aumingja litli Schatz. Þetta er eins og
308