Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar
á hæla sínum eigin syni. Var Shakespeare ekki snillingur vorra tíma? Hlust-
um á ráðgjafann:
Fyrst spyrðu hvaða Danir dvelji í París;
hvaðan, og hverra manna, um efni og athvarf,
félagsskap þeirra og eyðslu; og ef þú finnur,
með því að hnýsast þannig kringum kjarnann,
að sonur minn sé þekkmr þar, þá gátm
á lagið, nær en nemur stöku spurning.
(II, 1)
í kastalanum á Helsingjaeyri er einhver falinn á bak við hvert veggtjald.
Ráðgjafinn góði treystir ekki einu sinni drottningunni. Hlustum á hann
aftur:
Vel fer á því að fleiri fái að hlýða
á málbragð hans en móðir, sem af eðli
er hlutdræg.
(III, 3)
Á Helsingjaeyri er allt meingað af ótta: hjónaband, ást og vinátta.
Shakespeare hlaut að verða fyrir skelfilegri reynslu þegar jarlinn af Essex
stofnaði til samsæris og var tekinn af lífi, fyrst honum lærðist svo vel
gangur Vélarinnar Miklu. Hlustum á konung tala við unga vini Hamlets:
... Nú bið ég ykkur báða,
sem allt frá bernsku óluzt upp með honum
nákomnir ungum aldri hans og lund,
að failast á að una í vorri hirð
um tíma, og fá hann til, á ykkar vegum,
að taka gleði sína, og að þið kannið
svo vandlega sem atvik efna tii,
hvort nokkuð þjakar hann, sem oss er hulið
en fært að lækna þegar uppvíst er.
(H,2)
Morðinginn, föðurbróðir Hamlets, hefur á honum stöðugar gæmr. Hvers
vegna vill hann ekki að hann hverfi brott úr Danmörku? Dvöl hans í hirð-
inni er til vandræða, og minnir alla á það sem bezt væri að gleyma. Ef til
vill grunar hann eitthvað? Væri ekki betra að synja honum um vegabréf,
og hafa hann við höndina? Eða kýs konungur að losna við Hamlet svo
294