Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Blaðsíða 152
Tímarit Máls og menningar
og kemur vel fram í fjölmörgum viðlík-
ingum bókarinnar. Thor hefur löngum
lítilsvirt kröfu raunsæismanna um að
höfundur skuli fela sig bak við mynd
sína, eins og Hermann Bang orðaði það,
gæta sín að koma ekki í ljós í verki
sínu. Hvernig gæti höfundurinn verið
ósýnilegur, spyr sögumaður Mánasigðar:
„Því máttugri, því meira sem þú skynj-
ar vald hans, þú gleymir ekki hver er
við stýrið.“ (231). Höfundur kemur ekki
fram sem persóna og ávarpar lesendur,
eins og þeir gömlu gerðu, en nálægð
hans er alltaf auðgreinanleg í textanum.
„A flughraðri ferð fer myndsækið
auga“ sögumannsins — „augað alltsjá-
andi“ (33). Myndirnar sýnir hann með
orðum, stundum ótrúlega skýrt. Mann-
lýsingar eru margar nákvæmar og lang-
ar eins og lýsingin á menntaskólakenn-
aranum með ofsóknarbrjálæðið: „Hann
var með hátt enni, og augnasvipurinn
þannig líkt og ísköldum ósýnilegum
baugfingrum væri þrýst á ennið rétt
fyrir ofan augabrýnnar og mættust yfir
nefinu. Augun fremur lítil lágu djúpt,
og minntu á augu blinds manns, hvik-
uðu ekki, og augabrýnnar náðu næstum
saman og djúpt far í hvarfinu milli
augnanna; nefið mjótt og dálítið upp-
hafið, hann var opinnasa; og varirnar
þunnar, efri vörin með miklum fláa svo
skein í mjög stórar framtennur dálítið
útstæðar og neðri vörin inndregin, og
hakan lítil og virtist vera dálítið skökk;
hálsinn langur og barkakýlið mjög stórt;
og spenna í hálsinum líkt og væri erfitt
að slaka á. Hann hafði há kollvik, og
gagnaugun æðaber og mátti telja æða-
slátt þar ef hann hefði ekki alltaf verið
að skjóta hnyklum þar með því að bíta
á jaxlinn. Axlirnar voru mjóslegnar og
keyrðar aftur eins og einhver potaði
milli herðablaðanna á honum." (7—8).
Aðrar mannlýsingar eru stuttar og hnit-
miðaðar eins og lýsingin á einum guðs-
geggjaða manninum: „Sá var með langt
andlit og mjótt; langa sígandi höku sem
var einsog hún ætlaði að fela sig í
buxnastrengnum." (155). Náttúru- og
umhverfislýsingar eru jafnnákvæmar
hvort heldur þær eru úr vöku eða
draumi.
Stíllinn á Mánasigð er því afar mynd-
rænn og þaninn af líkingum, náskyldur
útleitnum nútímaljóðum. Auk mynd-
auðgi og orðaforða sem virðist spretta
úr óþrjótandi lind, er víða bundið mál
í textanum, hálfrím, alrím, stuðlar.
„Löðrið dreif um bergið og mæddi
fugla, skeglur skelfdust sem áttu sér
byggð; styggð kom að því sem lifði“
(33). Bókin er seinlesin, því helst þarf
að lesa í hverja mynd. Raunar duga
ekki gamlar lestraraðferðir við Mánasigð
fremur en aðrar bækur Thors frá seinni
árum, það þarf að læra að lesa upp á
nýtt á þær.
En eftir hverju er að slægjast? Til
hvers eiga menn að læra að lesa upp á
nýtt á svona bók þar sem „maður veit
stundum ekki hvort þetta eru sögur eða
hvað það er, þessar undarlegu frásagn-
ir,“ eins og ein söguhetja segir við sögu-
mann (233). Hún vill að sögur „byrji
einhversstaðar svo maður geti áttað sig,
og endi skipulega." (229). En slíkar sög-
ur eru blekking því lífið er ekki skipu-
legt, og sögumaður snýst til varnar:
„Skiptir ekki mestu máli að lifa sínu
lífi með sem fyllstum og ýtrustum
hætti. Neyta skynfæra sinna og njóta
þegar gefst. Og átta sig á heiminum."
(230). Mánasigð gerir tilraun til að sýna
lesanda nútímann á myndmáli. Sá sem
les í það myndmál verður sýnu fróðari
um sinn tíma á eftir.
Að lokum nokkur orð um frágang á
374