Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Qupperneq 152

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Qupperneq 152
Tímarit Máls og menningar og kemur vel fram í fjölmörgum viðlík- ingum bókarinnar. Thor hefur löngum lítilsvirt kröfu raunsæismanna um að höfundur skuli fela sig bak við mynd sína, eins og Hermann Bang orðaði það, gæta sín að koma ekki í ljós í verki sínu. Hvernig gæti höfundurinn verið ósýnilegur, spyr sögumaður Mánasigðar: „Því máttugri, því meira sem þú skynj- ar vald hans, þú gleymir ekki hver er við stýrið.“ (231). Höfundur kemur ekki fram sem persóna og ávarpar lesendur, eins og þeir gömlu gerðu, en nálægð hans er alltaf auðgreinanleg í textanum. „A flughraðri ferð fer myndsækið auga“ sögumannsins — „augað alltsjá- andi“ (33). Myndirnar sýnir hann með orðum, stundum ótrúlega skýrt. Mann- lýsingar eru margar nákvæmar og lang- ar eins og lýsingin á menntaskólakenn- aranum með ofsóknarbrjálæðið: „Hann var með hátt enni, og augnasvipurinn þannig líkt og ísköldum ósýnilegum baugfingrum væri þrýst á ennið rétt fyrir ofan augabrýnnar og mættust yfir nefinu. Augun fremur lítil lágu djúpt, og minntu á augu blinds manns, hvik- uðu ekki, og augabrýnnar náðu næstum saman og djúpt far í hvarfinu milli augnanna; nefið mjótt og dálítið upp- hafið, hann var opinnasa; og varirnar þunnar, efri vörin með miklum fláa svo skein í mjög stórar framtennur dálítið útstæðar og neðri vörin inndregin, og hakan lítil og virtist vera dálítið skökk; hálsinn langur og barkakýlið mjög stórt; og spenna í hálsinum líkt og væri erfitt að slaka á. Hann hafði há kollvik, og gagnaugun æðaber og mátti telja æða- slátt þar ef hann hefði ekki alltaf verið að skjóta hnyklum þar með því að bíta á jaxlinn. Axlirnar voru mjóslegnar og keyrðar aftur eins og einhver potaði milli herðablaðanna á honum." (7—8). Aðrar mannlýsingar eru stuttar og hnit- miðaðar eins og lýsingin á einum guðs- geggjaða manninum: „Sá var með langt andlit og mjótt; langa sígandi höku sem var einsog hún ætlaði að fela sig í buxnastrengnum." (155). Náttúru- og umhverfislýsingar eru jafnnákvæmar hvort heldur þær eru úr vöku eða draumi. Stíllinn á Mánasigð er því afar mynd- rænn og þaninn af líkingum, náskyldur útleitnum nútímaljóðum. Auk mynd- auðgi og orðaforða sem virðist spretta úr óþrjótandi lind, er víða bundið mál í textanum, hálfrím, alrím, stuðlar. „Löðrið dreif um bergið og mæddi fugla, skeglur skelfdust sem áttu sér byggð; styggð kom að því sem lifði“ (33). Bókin er seinlesin, því helst þarf að lesa í hverja mynd. Raunar duga ekki gamlar lestraraðferðir við Mánasigð fremur en aðrar bækur Thors frá seinni árum, það þarf að læra að lesa upp á nýtt á þær. En eftir hverju er að slægjast? Til hvers eiga menn að læra að lesa upp á nýtt á svona bók þar sem „maður veit stundum ekki hvort þetta eru sögur eða hvað það er, þessar undarlegu frásagn- ir,“ eins og ein söguhetja segir við sögu- mann (233). Hún vill að sögur „byrji einhversstaðar svo maður geti áttað sig, og endi skipulega." (229). En slíkar sög- ur eru blekking því lífið er ekki skipu- legt, og sögumaður snýst til varnar: „Skiptir ekki mestu máli að lifa sínu lífi með sem fyllstum og ýtrustum hætti. Neyta skynfæra sinna og njóta þegar gefst. Og átta sig á heiminum." (230). Mánasigð gerir tilraun til að sýna lesanda nútímann á myndmáli. Sá sem les í það myndmál verður sýnu fróðari um sinn tíma á eftir. Að lokum nokkur orð um frágang á 374
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.